Óttast vaxandi atvinnuleysi á næstu misserum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 14:48 Hagfræðingur hjá ASÍ óttast að atvinnuleysi muni fara vaxandi á næstu misserum. Vísir/Egill Atvinnuleysi í júní mælist ívið meira en í fyrra, en skráð atvinnuleysi var 3,1% á landsvísu. Hagfræðingur ASÍ óttast að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni í ljósi horfa í efnahagslífinu. Meðal annars sé hátt vaxtastig farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og því sé ekki ólíklegt að minni umsvif hafi áhrif á atvinnustigið. Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira