Íslenskir ráðamenn verið skammaðir fyrir að senda Trump batakveðju Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2024 21:53 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir árásina í Pennsylvaníu í gær árás á lýðræðið. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar segir skautun í stjórnmálum áhyggjuefni hér á landi sem og í útlöndum. Blammeringar gagnvart íslenskum ráðamönnum fyrir að óska Donald Trump góðs bata í kjölfar skotárásarinnar í gær séu í anda skautunar og hana beri að varast. Skotárás sem gerð var á kosningafundi Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta er rannsökuð sem morðtilræði gegn Trump. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma. Einn lét lífið í árásinni og tveir liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn, sem er 20 ára gamall, var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að taka undir skilaboð frá okkar ráðamönnum um að þetta sé hræðileg árás og auðvitað árás á lýðræðið. Ofbeldi gagnvart stjórnmálafólki er það auðvitað, felur það í sér. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með þessu,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Telma ræddi við hana í kvöldfréttum. Hún segir sína tilfinningu að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trump, sér í lagi vegna hughrifanna sem myndefni af atvikinu hafi í för með sér. „Þó að maður vilji ekki kannski ekki setja það í samhengi við svona ömurlegan viðburð,“ segir Diljá og bendir á að landsþing Repúblikanaflokksins hefjist á morgun. Heldurðu þá að Trump hafi sigurinn vísan fyrir fram? „Trump er auðvitað mikið ólíkindatól en maður heyrir þennan upptakt varðandi hetjuhljóminn sem hann er að fá frá sínum stuðningsmönnum varðandi það að hann sé útvalinn af guði,“ segir Diljá Mist. Það séu skilaboðin sem sjáist víða á samfélagsmiðlum eftir árásina. „En Bandarísk stjórnmál eru ekki tíðindalaus þannig að ég held það sé ekkert útséð um það.“ Eigum ekki að venjast aukinni öryggisgæslu Aðspurð segir Diljá Mist hugsanlegt að atvikið hafi áhrif út fyrir landsteinana. „Maður hefur áhyggjur af skautun. Og það hefur verið rætt, bæði í aðdraganda þessarar árásar og í Bandarískum stjórnmálum.“ Hún segir gott að heyra sterk skilaboð frá forsvarsmönnum bæði Demókrata og Repúblikana um að nauðsynlegt sé að lækka hitann í stjórnmálaumræðum vestanhafs. „Og ég held við ættum öll að líta okkur nær hvað það varðar. Við erum auðvitað nýbúin að sjá banatilræði gagnvart forsætisráðherra í Evrópulandi,“ segir Diljá Mist. „Nýjasta sem ég sá á samfélagsmiðlum í dag voru einhverjar blammeringar í garð íslenskra ráðamanna fyrir að hafa sent Trump batakveðjur. Mér þykir það einmitt vera í anda þeirrar skautunar sem við eigum sannarlega að reyna að varast hér.“ Heldurðu að þetta muni hafa þau áhrif að öryggisgæsla verði hert á Íslandi? „Við höfum þegar þurft að auka öryggisgæslu mjög á Íslandi, því miður. Og það er þróun sem við eigum ekki að venjast hér og viljum ekki að haldi áfram. En hún er auðvitað ekki í líkingu við það sem er að gerast í Bandaríkjunum.“ Hún minnir á þann gríðarlega viðbúnað sem var þegar Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna kom til landsins. „Það er bara öryggisgæsla sem þekkist ekki hér á landi og vonandi kemur aldrei til þess hér.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Skotárás sem gerð var á kosningafundi Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta er rannsökuð sem morðtilræði gegn Trump. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma. Einn lét lífið í árásinni og tveir liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn, sem er 20 ára gamall, var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að taka undir skilaboð frá okkar ráðamönnum um að þetta sé hræðileg árás og auðvitað árás á lýðræðið. Ofbeldi gagnvart stjórnmálafólki er það auðvitað, felur það í sér. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með þessu,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Telma ræddi við hana í kvöldfréttum. Hún segir sína tilfinningu að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trump, sér í lagi vegna hughrifanna sem myndefni af atvikinu hafi í för með sér. „Þó að maður vilji ekki kannski ekki setja það í samhengi við svona ömurlegan viðburð,“ segir Diljá og bendir á að landsþing Repúblikanaflokksins hefjist á morgun. Heldurðu þá að Trump hafi sigurinn vísan fyrir fram? „Trump er auðvitað mikið ólíkindatól en maður heyrir þennan upptakt varðandi hetjuhljóminn sem hann er að fá frá sínum stuðningsmönnum varðandi það að hann sé útvalinn af guði,“ segir Diljá Mist. Það séu skilaboðin sem sjáist víða á samfélagsmiðlum eftir árásina. „En Bandarísk stjórnmál eru ekki tíðindalaus þannig að ég held það sé ekkert útséð um það.“ Eigum ekki að venjast aukinni öryggisgæslu Aðspurð segir Diljá Mist hugsanlegt að atvikið hafi áhrif út fyrir landsteinana. „Maður hefur áhyggjur af skautun. Og það hefur verið rætt, bæði í aðdraganda þessarar árásar og í Bandarískum stjórnmálum.“ Hún segir gott að heyra sterk skilaboð frá forsvarsmönnum bæði Demókrata og Repúblikana um að nauðsynlegt sé að lækka hitann í stjórnmálaumræðum vestanhafs. „Og ég held við ættum öll að líta okkur nær hvað það varðar. Við erum auðvitað nýbúin að sjá banatilræði gagnvart forsætisráðherra í Evrópulandi,“ segir Diljá Mist. „Nýjasta sem ég sá á samfélagsmiðlum í dag voru einhverjar blammeringar í garð íslenskra ráðamanna fyrir að hafa sent Trump batakveðjur. Mér þykir það einmitt vera í anda þeirrar skautunar sem við eigum sannarlega að reyna að varast hér.“ Heldurðu að þetta muni hafa þau áhrif að öryggisgæsla verði hert á Íslandi? „Við höfum þegar þurft að auka öryggisgæslu mjög á Íslandi, því miður. Og það er þróun sem við eigum ekki að venjast hér og viljum ekki að haldi áfram. En hún er auðvitað ekki í líkingu við það sem er að gerast í Bandaríkjunum.“ Hún minnir á þann gríðarlega viðbúnað sem var þegar Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna kom til landsins. „Það er bara öryggisgæsla sem þekkist ekki hér á landi og vonandi kemur aldrei til þess hér.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira