Vonar að árásin gegn Trump veki Bandaríkjamenn Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júlí 2024 13:59 Halla Tómasdóttir ræddi skotárásina gegn Trump á CNN. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, segir skotárás sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hryggja sig. „Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“ Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
„Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“
Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira