Adam Silver ver nýjan svuntuskatt NBA deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 16:00 Golden State Warriors er síðasta félagið sem vann marga titla á stuttum tíma í NBA deildinni í körfubolta en nú gæti það verið erfiðara fyrir NBA félögin að halda saman meistaraliðum sínum vegna strangari reglna um launaþakið. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO NBA félögunum hefur hvað eftir annað tekist að setja saman svokölluð ofurlið á síðustu árum með því að hóa saman mörgum frábærum leikmönnum á frábærum launum. Nú er það hins vegar orðið mun erfiðara vegn strangari reglna um launaþakið. Í nýju samkomulagi milli NBA og leikmannasamtakanna þá hefur það miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félögin fari þau ákveðið mikið yfir launaþakið. Það er komið annað skattþrep. Hingað til hafa sum félög sætt sig við að borga stórar upphæðir í skatt fyrir að vera yfir launaþakinu en nýi skatturinn sér til þess að félögin treysta sér ekki þangað. Það mun kosta þau alltof mikinn pening. Peningurinn sem félögin, sem fara yfir launaþakið, borga í þennan refsiskatt er síðan skipt á milli þeirra félaga sem eru undir launaþakinu. Nýja skattþrepið margfaldar þessar greiðslur. Þetta þýðir að sum félög hafa ákveðið að semja ekki aftur við leikmenn þrátt fyrir að vilja halda þeim. Los Angeles Clippers missti þannig Paul George og Denver Nuggets missti Kentavious Caldwell-Pope svo eitthvað sé nefnt. NBA fólk kallar þetta svuntuskattinn. Búum nú í svuntu heimi „Við búum nú í svuntu heimi. Við höfum séð félög, sem ætla sér að berjast um titilinn, missa frá sér leikmenn. Það er afleiðing þess að búa í þessum svuntu heimi. Gerir þetta erfiðara að skipta á leikmönnum? Já. Eru góð leikmannaskipti í boði? Nei,“ sagði Rob Pelink, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers sem hefur ekki tekist að styrkja lið sitt almennilega í sumar. „Áhugafólk um NBA hefur verið að tala um þetta sem leiðinlegt sumar á markaðnum. Mér fannst það ekki vera það. Við sáum samt fullt af mikilvægum leikmönnum færa sig á milli félaga,“ sagði Adam Silver, hæstráðandi NBA deildarinnar. „Á sama tíma þá tel ég að þetta nýja kerfi hjálpi öllum félögunum þrjátíu og gefi þeim betri tækifæri til að keppa um titilinn. Við erum á réttri leið þar,“ sagði Silver. Sex félög meistarar á sex árum Sex mismunandi félög hafa orðið NBA meistarar á síðustu sex árum og Silver telur að nokkrir samningar við leikmannasamtökin í röð hafi hjálpað til þess að fleiri félög keppi um titilinn. „Þetta snýst um að við búum til sanngjarnt umhverfi þar sem að öll félög hafi verkfærin til að keppa um titilinn,“ sagði Silver. NBA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Í nýju samkomulagi milli NBA og leikmannasamtakanna þá hefur það miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félögin fari þau ákveðið mikið yfir launaþakið. Það er komið annað skattþrep. Hingað til hafa sum félög sætt sig við að borga stórar upphæðir í skatt fyrir að vera yfir launaþakinu en nýi skatturinn sér til þess að félögin treysta sér ekki þangað. Það mun kosta þau alltof mikinn pening. Peningurinn sem félögin, sem fara yfir launaþakið, borga í þennan refsiskatt er síðan skipt á milli þeirra félaga sem eru undir launaþakinu. Nýja skattþrepið margfaldar þessar greiðslur. Þetta þýðir að sum félög hafa ákveðið að semja ekki aftur við leikmenn þrátt fyrir að vilja halda þeim. Los Angeles Clippers missti þannig Paul George og Denver Nuggets missti Kentavious Caldwell-Pope svo eitthvað sé nefnt. NBA fólk kallar þetta svuntuskattinn. Búum nú í svuntu heimi „Við búum nú í svuntu heimi. Við höfum séð félög, sem ætla sér að berjast um titilinn, missa frá sér leikmenn. Það er afleiðing þess að búa í þessum svuntu heimi. Gerir þetta erfiðara að skipta á leikmönnum? Já. Eru góð leikmannaskipti í boði? Nei,“ sagði Rob Pelink, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers sem hefur ekki tekist að styrkja lið sitt almennilega í sumar. „Áhugafólk um NBA hefur verið að tala um þetta sem leiðinlegt sumar á markaðnum. Mér fannst það ekki vera það. Við sáum samt fullt af mikilvægum leikmönnum færa sig á milli félaga,“ sagði Adam Silver, hæstráðandi NBA deildarinnar. „Á sama tíma þá tel ég að þetta nýja kerfi hjálpi öllum félögunum þrjátíu og gefi þeim betri tækifæri til að keppa um titilinn. Við erum á réttri leið þar,“ sagði Silver. Sex félög meistarar á sex árum Sex mismunandi félög hafa orðið NBA meistarar á síðustu sex árum og Silver telur að nokkrir samningar við leikmannasamtökin í röð hafi hjálpað til þess að fleiri félög keppi um titilinn. „Þetta snýst um að við búum til sanngjarnt umhverfi þar sem að öll félög hafi verkfærin til að keppa um titilinn,“ sagði Silver.
NBA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum