Svo virðist sem hún hafi farið út í sjóinn á Granda, nánar tiltekið við Örfirisey, og endað í Engey en fjarlægðin á milli þessara tveggja staða er réttrúmur kílómetri.
Í Engey virðist hún hafa dvalið í nokkuð langa stund. Síðan hafi hún farið aftur í sjóinn þar sem hún fannst af skipverjum hvalaskoðunarbáts sem komu henni til bjargar.
Hún var í kjölfarið flutt á Landspítalann þar sem hún dvelur enn.
Nútíminn greindi fyrst frá því að konan hefði fundist á lífi. Miðillinn hefur eftir viðbragðsaðilum að um algjört kraftaverk hafi verið að ræða.
Þá segir RÚV að tæpir þrjátíu og sex klukkutímar hafi liðið frá því að hún hvarf þangað til hún fannst.
Greint var frá því á sunnudag að leit viðbragðsaðila hafi verið umfagnsmikil og staðið yfir langt fram eftir nóttu, en ekki borið árangur.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.