Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 18. júlí 2024 17:31 Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Þarna búa á annan tug manns við hreint ömurlegur aðstæður. Íbúar komast í rafmagn og greiða fyrir það og maður sem hefur yfirumsjón með húsinu við hliðina veitir þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn er í sturtunum. Mannskemmandi umhverfi Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hafa úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið. Hjólabúar hafa lengi þrýst á borgina að finna lausn bæði til skemmri tíma og lengri. Svæðið við Sævarhöfða átti að vera til bráðabirgðar eða að hámarki 12 vikur, rétt tæpu ári síðar hefur enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Hjólabúum líður illa á þessum stað en geta hvergi farið. Í erindi frá formanni Samtaka hjólabúa til borgarstjórnar segir m.a. „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“. Flokkur fólksins hefur frá árinu 2018 reynt ítrekað að vekja athygli á málefni hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík var lögð fram í borgarráði. Henni var þaðan vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum í velferðarráði. Hver vill búa á sorphaug? Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar. Eins og staðan er núna er mikill húsnæðisvandi í borginni sem er tilkominn vegna langvarandi skorts á hagkvæmu húsnæði hvort heldur er til kaups eða leigu. En hver vill búa á sorphaug? Í löndum sem við berum okkur saman við eru tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og lætur vel að því. Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi. Einhverjir aðrir velja að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Það er ákveðinn hópur sem upplifir meira frelsi við að búa í hjólhýsi en að búa í fjölbýlishúsi. Sumum hentar það vel og segjast njóta þess að geta einungis opnað eina hurð og stigið út. Umfram allt verða aðstæður, umhverfi og umgjörð að vera fullnægjandi. Í hjólhýsagarði þarf að vera aðgangur fyrir hjólhýsi/húsbíl að tengjast vatni og rafmagni. Fullnægjandi hreinlætisaðstaða þarf að vera til staður og möguleiki á aðgangi að eldhúsi og matsal. Í hjólhýsagarði þurfa að gilda fastmótaðar umgengnisreglur og eftirlit. Gæta þarf þess að þar ríki friður og ró og að enginn setjist þar að sem gerir öðrum ónæði, skapi óróa eða ógn af neinu tagi hvort heldur með hegðun, framkomu eða neikvæðum lífsstíl. Eftir heimsókn mína á Sævarhöfða í morgun þar sem ég sá þessar hrikalegu aðstæður sem hjólabúum er gert að búa við er þess krafist að meirihlutinn í borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvað svæði getur hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum er með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Þarna búa á annan tug manns við hreint ömurlegur aðstæður. Íbúar komast í rafmagn og greiða fyrir það og maður sem hefur yfirumsjón með húsinu við hliðina veitir þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn er í sturtunum. Mannskemmandi umhverfi Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hafa úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið. Hjólabúar hafa lengi þrýst á borgina að finna lausn bæði til skemmri tíma og lengri. Svæðið við Sævarhöfða átti að vera til bráðabirgðar eða að hámarki 12 vikur, rétt tæpu ári síðar hefur enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Hjólabúum líður illa á þessum stað en geta hvergi farið. Í erindi frá formanni Samtaka hjólabúa til borgarstjórnar segir m.a. „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“. Flokkur fólksins hefur frá árinu 2018 reynt ítrekað að vekja athygli á málefni hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík var lögð fram í borgarráði. Henni var þaðan vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum í velferðarráði. Hver vill búa á sorphaug? Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar. Eins og staðan er núna er mikill húsnæðisvandi í borginni sem er tilkominn vegna langvarandi skorts á hagkvæmu húsnæði hvort heldur er til kaups eða leigu. En hver vill búa á sorphaug? Í löndum sem við berum okkur saman við eru tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og lætur vel að því. Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi. Einhverjir aðrir velja að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Það er ákveðinn hópur sem upplifir meira frelsi við að búa í hjólhýsi en að búa í fjölbýlishúsi. Sumum hentar það vel og segjast njóta þess að geta einungis opnað eina hurð og stigið út. Umfram allt verða aðstæður, umhverfi og umgjörð að vera fullnægjandi. Í hjólhýsagarði þarf að vera aðgangur fyrir hjólhýsi/húsbíl að tengjast vatni og rafmagni. Fullnægjandi hreinlætisaðstaða þarf að vera til staður og möguleiki á aðgangi að eldhúsi og matsal. Í hjólhýsagarði þurfa að gilda fastmótaðar umgengnisreglur og eftirlit. Gæta þarf þess að þar ríki friður og ró og að enginn setjist þar að sem gerir öðrum ónæði, skapi óróa eða ógn af neinu tagi hvort heldur með hegðun, framkomu eða neikvæðum lífsstíl. Eftir heimsókn mína á Sævarhöfða í morgun þar sem ég sá þessar hrikalegu aðstæður sem hjólabúum er gert að búa við er þess krafist að meirihlutinn í borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvað svæði getur hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum er með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun