Þetta kemur fram í viðtali BBC við Selenskí.
Donald Trump hefur verið gagnrýninn á utanríkisstefnu Joe Bidens og haft uppi efasemdir um ágæti gífurlegs stuðnings Bandaríkjamanna til Úkraínu. Trump hefur ýmislegt sagt sem gefur til kynna að hann muni draga verulega úr, eða stöðva alfarið fjárveitingar til Úkraínu.
Þá hefur varaforsetaefni Trumps, JD Vance, sagt að honum sé „alveg sama hvað gerist við Úkraínu á einn eða annan hátt.“
„Kannski skilur hann ekki það sem er í gangi í Úkraínu“ sagði Selenskí, inntur eftir viðbrögðum við orðum Vance. Selenskí segir að Úkraína verði að vinna með Bandaríkjunum, og taki ný ríkisstjórn við keflinu, þurfi Úkraína einnig að starfa með þeim.