Hvað finnst þér? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 23. júlí 2024 15:00 Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun