Myndband sýnir aðdraganda árásarinnar á Krít Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 15:19 Á myndbandinu má sjá hvernig ógnandi tilburðir árásarmannanna urðu að stórfelldri líkamsárás. Skjáskot Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina. Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon. Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon.
Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira