Mark dæmt af Argentínu löngu eftir leik: „Mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 17:49 Argentínumenn fagna marki Cristians Medina sem var síðan dæmt af, löngu eftir leikinn gegn Marokkóum. getty/Tullio M. Puglia Jöfnunarmark Argentínu gegn Marokkó í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum var dæmt af löngu eftir leik og þeir hvítu og bláu eru því stigalausir. Þjálfari argentínska liðsins segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik Argentínu og Marokkós í Saint-Étienne dag jafnaði Cristian Medina metin í 2-2. Í kjölfarið brutust út ólæti; hlutum var kastað inn á völlinn og stuðningsmenn Marokkós hlupu inn á grasið. Leikurinn var síðan stöðvaður og liðin fóru til búningsherbergja á Stade Geoffroy-Guichard. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið og það með 2-2 jafntefli. Svo reyndist ekki vera. Um klukkutíma eftir að ólætin brutust út sögðu mótshaldarar að leiknum væri nefnilega ekki lokið og klára þyrfti síðustu þrjár mínútur hans. Ekki nóg með það heldur var jöfnunarmarkið sem Medina skoraði dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi. Argentínu tókst ekki að jafna á þeim þremur mínútum sem átti eftir að leika og Marokkó hrósaði því 2-1 sigri í viðureign sem verður lengi í minnum höfð. Javier Mascherano er þjálfari argentínska Ólympíulandsliðsins og hann átti varla orð eftir leikinn í Saint-Étienne í dag. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði Mascherano sem hefur nú upplifað eitt og annað á löngum ferli í fótboltanum. Eftir þennan langa leik og furðulegu atburðarrás er Marokkó með þrjú stig í B-riðli en Argentína ekki neitt. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í leik Úkraínu og Íraks í sama riðli. Staðan þar er markalaus. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik Argentínu og Marokkós í Saint-Étienne dag jafnaði Cristian Medina metin í 2-2. Í kjölfarið brutust út ólæti; hlutum var kastað inn á völlinn og stuðningsmenn Marokkós hlupu inn á grasið. Leikurinn var síðan stöðvaður og liðin fóru til búningsherbergja á Stade Geoffroy-Guichard. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið og það með 2-2 jafntefli. Svo reyndist ekki vera. Um klukkutíma eftir að ólætin brutust út sögðu mótshaldarar að leiknum væri nefnilega ekki lokið og klára þyrfti síðustu þrjár mínútur hans. Ekki nóg með það heldur var jöfnunarmarkið sem Medina skoraði dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi. Argentínu tókst ekki að jafna á þeim þremur mínútum sem átti eftir að leika og Marokkó hrósaði því 2-1 sigri í viðureign sem verður lengi í minnum höfð. Javier Mascherano er þjálfari argentínska Ólympíulandsliðsins og hann átti varla orð eftir leikinn í Saint-Étienne í dag. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði Mascherano sem hefur nú upplifað eitt og annað á löngum ferli í fótboltanum. Eftir þennan langa leik og furðulegu atburðarrás er Marokkó með þrjú stig í B-riðli en Argentína ekki neitt. Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í leik Úkraínu og Íraks í sama riðli. Staðan þar er markalaus.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira