Segir persónulegan metnað ekki mega standa í vegi fyrir lýðræðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 23:30 Úr ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að klára kjörtímabil sitt. Hins vegar væri komin tími til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu af honum. Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira