Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 19:00 Ferðamenn á Suðausturlandi hafa lent í ýmsu eftir að stórt jökulhlaup kom úr Mýrdalsjökli í gær. Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir marga ferðamenn í Vík vegna ástandsins. Vísir Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira