Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 19:00 Ferðamenn á Suðausturlandi hafa lent í ýmsu eftir að stórt jökulhlaup kom úr Mýrdalsjökli í gær. Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir marga ferðamenn í Vík vegna ástandsins. Vísir Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira