Ekki sammála því að atvinnulífið hafi brugðist Árni Sæberg skrifar 30. júlí 2024 13:06 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur lítið fyrir yfirlýsingar formanns VR að atvinnulífið hafi brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fregnir af aukinni verðbólgu og hækkun matvöruverðs slægu hann illa og bentu til þess að stjórnmálin, bankarnir og atvinnulífið hefðu brugðist fólkinu í landinu. Nú dyggði ekkert annað en að fólk léti í sér heyra. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki sammála þessari greiningu Ragnars Þórs. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að verðbólgan er að þróast í rétta átt þó að auðvitað hafi síðasta punktmæling hafi verið óhagstæð. Það er mjög mikilvægt að muna það að fyrir ekki svo löngu vorum við að horfa á verðbólgu sem var að mælast á bilinu átta til tíu prósent. Núna erum við að horfa á verðbólgu, án húsnæðisliðarins, sem er að mælast rúm fjögur prósent. Það er alveg gríðarlega mikilvæg þróun og breyting sem hefur átt sér stað á einu ári. Það er þess vegna ekki rétt að halda því fram að fyrirtæki landsins séu ekki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni, að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkunar,“ segir Sigríður Margrét. Bjart fram undan Þá segir hún að þegar horft sé til verðbólguvæntinga sé bjart fram undan. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til eins árs bendi til þess að einu ári séu verðbólguvæntingar komnar niður úr átta prósent niður í fimm prósent. Þegar horft sé til þess hversu skaðleg verðbólgan er sé þetta mikilvæg þróun. „Frá okkar bæjardyrum séð er augljóst að vaxtalækkunarferillinn hefst, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Við vitum það öll að núverandi stýrivextir standa fjárfestingum í framtíðarverðmætasköpun fyrir þrifum og draga líka þrótt úr íslenskum hlutabréfamarkaði.“ Húsnæðisliðurinn verstur Loks segir Sigríður Margrét mikilvægt að kafa undir yfirborðið þegar verðbólgutölur eru greindar, þegar það sé gert sjáist hver hinn raunverulegi sökudólgur sé. „Þessi verðbólgumæling og þessi staða sem birtist okkur hvað varðar húsnæðisliðinn, hún sýnir hversu staðan er alvarleg hvað þetta varðar. Við vitum það að hlutfall heildarútgjalda heimilanna, sem er að fara í húsnæðisliðinn, það hefur hækkað um helming frá síðustu aldamótum. Við sjáum líka að raunverð húsnæðis hefur rúmlega tvöfaldast síðasta áratuginn.“ Þörf sé á þjóðarátaki í þessum efnum, aðkomu sveitarfélaga, ríkisins, byggingaraðila, og fjármögnun. Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fregnir af aukinni verðbólgu og hækkun matvöruverðs slægu hann illa og bentu til þess að stjórnmálin, bankarnir og atvinnulífið hefðu brugðist fólkinu í landinu. Nú dyggði ekkert annað en að fólk léti í sér heyra. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki sammála þessari greiningu Ragnars Þórs. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að verðbólgan er að þróast í rétta átt þó að auðvitað hafi síðasta punktmæling hafi verið óhagstæð. Það er mjög mikilvægt að muna það að fyrir ekki svo löngu vorum við að horfa á verðbólgu sem var að mælast á bilinu átta til tíu prósent. Núna erum við að horfa á verðbólgu, án húsnæðisliðarins, sem er að mælast rúm fjögur prósent. Það er alveg gríðarlega mikilvæg þróun og breyting sem hefur átt sér stað á einu ári. Það er þess vegna ekki rétt að halda því fram að fyrirtæki landsins séu ekki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni, að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkunar,“ segir Sigríður Margrét. Bjart fram undan Þá segir hún að þegar horft sé til verðbólguvæntinga sé bjart fram undan. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til eins árs bendi til þess að einu ári séu verðbólguvæntingar komnar niður úr átta prósent niður í fimm prósent. Þegar horft sé til þess hversu skaðleg verðbólgan er sé þetta mikilvæg þróun. „Frá okkar bæjardyrum séð er augljóst að vaxtalækkunarferillinn hefst, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Við vitum það öll að núverandi stýrivextir standa fjárfestingum í framtíðarverðmætasköpun fyrir þrifum og draga líka þrótt úr íslenskum hlutabréfamarkaði.“ Húsnæðisliðurinn verstur Loks segir Sigríður Margrét mikilvægt að kafa undir yfirborðið þegar verðbólgutölur eru greindar, þegar það sé gert sjáist hver hinn raunverulegi sökudólgur sé. „Þessi verðbólgumæling og þessi staða sem birtist okkur hvað varðar húsnæðisliðinn, hún sýnir hversu staðan er alvarleg hvað þetta varðar. Við vitum það að hlutfall heildarútgjalda heimilanna, sem er að fara í húsnæðisliðinn, það hefur hækkað um helming frá síðustu aldamótum. Við sjáum líka að raunverð húsnæðis hefur rúmlega tvöfaldast síðasta áratuginn.“ Þörf sé á þjóðarátaki í þessum efnum, aðkomu sveitarfélaga, ríkisins, byggingaraðila, og fjármögnun.
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10
Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18