Vegfarendum stafi hætta af auglýsingaskiltum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 19:53 Auglýsingaskilti geta truflað ökumenn. Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð. Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“ Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“
Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira