Kanada komst áfram þrátt fyrir að missa sex stig vegna njósnaskandalsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2024 21:18 Leikmenn kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta fagna sigurmarki Vanessu Gilles gegn Kólumbíu. getty/Marc Atkins Riðlakeppni fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum lauk í dag. Þrátt fyrir að hafa misst sex stig vegna njósnaskandalsins komst Kanada áfram í átta liða úrslit. Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira