Hin fullkomna íslenska kona Helga Lára Haarde skrifar 1. ágúst 2024 14:31 Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Vinnustaðurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun