Mateta kom heimamönnum í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2024 21:07 Jean-Philippe Mateta skoraði sigurmark Frakklands gegn Argentínu með skalla eftir hornspyrnu. getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimalið Frakka er komið í undanúrslit í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Argentínumönnum, 1-0, í kvöld. Leikurinn hófst mjög fjörlega því strax á 5. mínútu kom Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, Frökkum yfir. Þessi kröftuga byrjun reyndist ekki fyrirboði um það sem koma skyldi því fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. Argentínumenn voru meira með boltann en gekk illa að opna frönsku vörnina. Luciano Gondou komst næst því að skora í uppbótartíma en Guillaume Restes varði skot hans og tryggði franska liðinu sigurinn, 1-0. Frakkar hafa ekki enn fengið á sig mark á Ólympíuleikunum. Í undanúrslitunum mætir Frakkland Egyptalandi sem vann Paragvæ eftir vítaspyrnukeppni, 5-4. Diego Gómez kom Paragvæum yfir á 71. mínútu en Ibrahim Adel jafnaði fyrir Egypta þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Eygptar úr öllum sínum spyrnum en Hamza Alaa, markvörður þeirra, varði spyrnu Marcelos Pérez. Spánn vann öruggan sigur á Japan, 0-3. Fermín López, sem var í Evrópumeistaraliði Spánverja fyrr í sumar, skoraði tvö fyrstu mörkin og Abel Ruiz gulltryggði svo sigur þeirra. Í undanúrslitunum mætir Spánn Marokkó sem rúllaði yfir Bandaríkin, 4-0, í fyrsta leik dagsins. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Leikurinn hófst mjög fjörlega því strax á 5. mínútu kom Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, Frökkum yfir. Þessi kröftuga byrjun reyndist ekki fyrirboði um það sem koma skyldi því fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. Argentínumenn voru meira með boltann en gekk illa að opna frönsku vörnina. Luciano Gondou komst næst því að skora í uppbótartíma en Guillaume Restes varði skot hans og tryggði franska liðinu sigurinn, 1-0. Frakkar hafa ekki enn fengið á sig mark á Ólympíuleikunum. Í undanúrslitunum mætir Frakkland Egyptalandi sem vann Paragvæ eftir vítaspyrnukeppni, 5-4. Diego Gómez kom Paragvæum yfir á 71. mínútu en Ibrahim Adel jafnaði fyrir Egypta þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Eygptar úr öllum sínum spyrnum en Hamza Alaa, markvörður þeirra, varði spyrnu Marcelos Pérez. Spánn vann öruggan sigur á Japan, 0-3. Fermín López, sem var í Evrópumeistaraliði Spánverja fyrr í sumar, skoraði tvö fyrstu mörkin og Abel Ruiz gulltryggði svo sigur þeirra. Í undanúrslitunum mætir Spánn Marokkó sem rúllaði yfir Bandaríkin, 4-0, í fyrsta leik dagsins.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira