Sú ítalska fær borgað eins og ef hún hefði unnið gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 11:01 Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, grét sáran eftir bardagann em hún lét stöðva eftir 46 sekúndur. Getty/Fabio Bozzani Alþjóðahnefaleikasambandið finnur mikið til með ítölsku hnefaleikakonunni Angelu Carini og ætlar því að verðlauna hana með því að borga henni sömu upphæð og verðandi Ólympíumeistari mun fá. Þátttaka Carini á þessum Ólympíuleikum í París var afar stutt eins og hefur komið vel fram. Carini bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur. Eftir að hafa fengið tvö högg frá Khelif bað Carini um að bardaginn yrði stöðvaður. Carini lagði síðan niður á hnén og grét sáran. Þátttaka Khelifs á Ólympíuleikunum er ekki óumdeild því henni var meinuð þátttaka á heimsmeistaramótinu í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. IBA kemur hins vegar ekki lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum þar sem Khelif má keppa. Alþjóðaólympíunefndin hefur gagnrýnt útilokun Khelifs frá HM harðlega og segir að samkvæmt öllum mælikvörðum þeirra sé hún kona. Umar Kremler, forseti IBA, hefur nú komið fram í öllu fjölmiðlafárinu í kringum þetta mál. Alþjóðahnefaleikasambandið borgar verðandi Ólympíumeistara fimmtíu þúsund dollara eða sjö milljónir íslenskra króna. Kremler segir að sú ítalska munu einnig fá þessa upphæð greidda. Reuters segir frá. „Það var sárt að sjá hana gráta. Þetta skiptir mig máli. Ég get lofað öllum því að við viljum passa upp á okkar hnefaleikafólk,“ sagði Umar Kremler. Það er ekki nóg með að hún fái þessi fimmtíu þúsund dollara því þjálfari hennar fær 25 þúsund Bandaríkjadala, 3,5 milljónir í íslenskum krónum, og ítalska sambandið mun líka sömu upphæð. „Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að drepa kvennahnefaleika. Aðeins löglegir keppendur eiga að fá að keppa í hringnum og þá bara öryggisins vegna,“ sagði Kremler. Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Þátttaka Carini á þessum Ólympíuleikum í París var afar stutt eins og hefur komið vel fram. Carini bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur. Eftir að hafa fengið tvö högg frá Khelif bað Carini um að bardaginn yrði stöðvaður. Carini lagði síðan niður á hnén og grét sáran. Þátttaka Khelifs á Ólympíuleikunum er ekki óumdeild því henni var meinuð þátttaka á heimsmeistaramótinu í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. IBA kemur hins vegar ekki lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum þar sem Khelif má keppa. Alþjóðaólympíunefndin hefur gagnrýnt útilokun Khelifs frá HM harðlega og segir að samkvæmt öllum mælikvörðum þeirra sé hún kona. Umar Kremler, forseti IBA, hefur nú komið fram í öllu fjölmiðlafárinu í kringum þetta mál. Alþjóðahnefaleikasambandið borgar verðandi Ólympíumeistara fimmtíu þúsund dollara eða sjö milljónir íslenskra króna. Kremler segir að sú ítalska munu einnig fá þessa upphæð greidda. Reuters segir frá. „Það var sárt að sjá hana gráta. Þetta skiptir mig máli. Ég get lofað öllum því að við viljum passa upp á okkar hnefaleikafólk,“ sagði Umar Kremler. Það er ekki nóg með að hún fái þessi fimmtíu þúsund dollara því þjálfari hennar fær 25 þúsund Bandaríkjadala, 3,5 milljónir í íslenskum krónum, og ítalska sambandið mun líka sömu upphæð. „Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að drepa kvennahnefaleika. Aðeins löglegir keppendur eiga að fá að keppa í hringnum og þá bara öryggisins vegna,“ sagði Kremler.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30
Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00
Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07
Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1. ágúst 2024 14:59