Menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir teppi neyðarviðbragð landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2024 19:28 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Vísir/Bjarni Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila í áhættusöm og stór útköll, líkt og útlit er fyrir að gert hafi verið með tilkynningu um ferðamenn sem áttu að sitja fastir í helli í Kerlingarfjöllum. Tilkynningin barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, en framkvæmdastjóri hennar segir vont ef herða þarf að þeim möguleika. Tilkynning um að tveir ferðamenn væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum, og annar þeirra slasaður, barst Neyðarlínunni á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Um 200 manns komu að leitinni sem fór í hönd, og stóð yfir þangað til á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar lögregla taldi sterkar vísbendingar um að útkallið hafi verið gabb. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir málið ekki einsdæmi, þó fá dæmi séu um gabbútköll eins og þetta. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Tilkynningin á mánudag barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, sem meðal annars er ætlað ætlað heyrnarlausum, fórnarlömbum heimilisofbeldis og öðrum sem ekki hafa þann kost að hringja beint í 112. „Það er erfitt ef við þurfum eitthvað að fara að herða í kringum það til þess að koma í veg fyrir svona hluti.“ Erfiðara geti reynst að rekja slíkar tilkynningar en þær sem berist í gegnum síma, en lögreglan hafi þó sínar leiðir í því. Jón segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila með þessum hætti. „Það er alveg ljóst að þessir 200 manns, þegar þau eru bundin í þessu verkefni, eru ekki að aðstoða aðra á meðan. Það er nú kannski alvarlegasti hluturinn í þessu.“ Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Aðsend Gabbarar ættu að hugsa sig tvisvar um Forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur í sama streng, en þyrlusveit gæslunnar var kölluð út. Vegna reglna um hvíldartíma getur önnur tveggja vakta því brunnið upp við að sinna útkalli sem þessu. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan reikni ekki út kostnað við hvert útkall, en Georg ítrekar hættuna við að festa mannskap og tæki í falsboðum með þessum hætti. „Þetta er nú svo yfirgengilegt að maður veit ekki alveg hvað maður á að segja, en ég held að menn ættu að hugsa sig um áður en þeir teppa stóran hluta neyðarviðbragðs landsins,“ og bendir á að í útkalli sem þessu, þar sem talið er að mannslíf séu í húfi, setji viðbragðsaðilar sjálfa sig í meiri hættu en ella til að bjarga þeim sem um ræðir. Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05 Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02 Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Tilkynning um að tveir ferðamenn væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum, og annar þeirra slasaður, barst Neyðarlínunni á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Um 200 manns komu að leitinni sem fór í hönd, og stóð yfir þangað til á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar lögregla taldi sterkar vísbendingar um að útkallið hafi verið gabb. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir málið ekki einsdæmi, þó fá dæmi séu um gabbútköll eins og þetta. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Tilkynningin á mánudag barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, sem meðal annars er ætlað ætlað heyrnarlausum, fórnarlömbum heimilisofbeldis og öðrum sem ekki hafa þann kost að hringja beint í 112. „Það er erfitt ef við þurfum eitthvað að fara að herða í kringum það til þess að koma í veg fyrir svona hluti.“ Erfiðara geti reynst að rekja slíkar tilkynningar en þær sem berist í gegnum síma, en lögreglan hafi þó sínar leiðir í því. Jón segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila með þessum hætti. „Það er alveg ljóst að þessir 200 manns, þegar þau eru bundin í þessu verkefni, eru ekki að aðstoða aðra á meðan. Það er nú kannski alvarlegasti hluturinn í þessu.“ Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Aðsend Gabbarar ættu að hugsa sig tvisvar um Forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur í sama streng, en þyrlusveit gæslunnar var kölluð út. Vegna reglna um hvíldartíma getur önnur tveggja vakta því brunnið upp við að sinna útkalli sem þessu. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan reikni ekki út kostnað við hvert útkall, en Georg ítrekar hættuna við að festa mannskap og tæki í falsboðum með þessum hætti. „Þetta er nú svo yfirgengilegt að maður veit ekki alveg hvað maður á að segja, en ég held að menn ættu að hugsa sig um áður en þeir teppa stóran hluta neyðarviðbragðs landsins,“ og bendir á að í útkalli sem þessu, þar sem talið er að mannslíf séu í húfi, setji viðbragðsaðilar sjálfa sig í meiri hættu en ella til að bjarga þeim sem um ræðir.
Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05 Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02 Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05
Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02
Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42