Bóndinn og snákurinn Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 12. ágúst 2024 06:33 Í síðustu viku aflýsti Taylor Swift þrennum tónleikum í Vínarborg vegna hryðjuverkahótana. Í kjölfarið voru þrír ungir menn með tengsl við íslamska ríkið (ISIS) handteknir. Án vafa eru töluvert fleiri sem aðhyllast hugmyndafræði ISIS búsettir á Vesturlöndum. Líkt og áður langar mig að undirstrika muninn á íslam og íslamisma. Íslam er trú en íslamismi er pólitísk hugmyndafræði. Íslamistar gera kröfu um algjöran samruna ríkis og trúar undir kúgandi alræðisstjórn. Sem dæmi um íslamistasamtök má nefna ISIS, Hizbollah og Hamassamtökin. Fjölmörg ríki skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Það vakti athygli mína fyrir nokkru þegar fyrrverandi formaður Íslands-Palestínu skrifaði langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann syrgði nýfallinn leiðtoga Hamassamtakanna. Eflaust sjá andstæðingar Ísraels meðlimi Hamas sem hentuga bandamenn gegn sameiginlegum óvini þeirra. Auk þess sjá þeir Hamassamtökin sem tapliðið sem þeir verða að styðja. En stuðningsmönnum Hamas væri nær að draga lærdóm af dæmisögunni um bóndann og snákinn. Í henni gengur bóndi einn um akur og sér meðvitundarlausan snák á jörðinni. Bóndinn veit að snákurinn er hættulegur en samúð hans ber hann ofurliði. Hann tekur upp snákinn til að vekja hann til meðvitundar. En þegar snákurinn vaknar bítur hann bóndann og drepur hann. Þeir sem lýsa yfir stuðningi við Hamassamtökin hljóta að gera sér grein fyrir að stuðningurinn er ekki gagnkvæmur. Hlutir sem eru flestum Vesturlandabúum mikilvægir, til dæmis veraldleg menntun, kvenfrelsi og lýðræði eru eitur í beinum Hamassamtakanna. Fyrirætlanir þeirra um Gyðinga, sem bæði stofnsáttmáli samtakanna og ummæli meðlima þeirra vitna um, ættu einnig að vera öllum ljósar. En Hamassamtökin hafa einnig fyrirætlanir um Vesturlönd. Einn leiðtoga samtakanna, Mahmoud Al-Zahar, sagði í viðtali við Reuters að Vesturlönd væru „siðferðislega snauð“ og hampaði í sömu andrá kúgandi gildum Hamassamtakanna. Í sjónvarpsviðtali fyrir tveimur árum sagði hann: „Við erum ekki einungis að tala um að frelsa okkar eigið land.“ Með öðrum orðum munu samtökin ekki láta staðar numið við útrýmingu Ísraels. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að herskáir íslamistar lúti í lægra haldi fyrir Vesturlöndum. Vesturlandabúar gætu einn daginn vaknað upp við þann vonda draum að búa við kúgandi stjórn þeirra. Þá væri fleira en þrennum Taylor Swift-tónleikum aflýst. Þá væri of seint að hreyfa við mótbárum. Stuðningsmenn Hamassamtakanna mættu því spyrja sig hvort stuðningur þeirra sé of dýru verði keyptur. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku aflýsti Taylor Swift þrennum tónleikum í Vínarborg vegna hryðjuverkahótana. Í kjölfarið voru þrír ungir menn með tengsl við íslamska ríkið (ISIS) handteknir. Án vafa eru töluvert fleiri sem aðhyllast hugmyndafræði ISIS búsettir á Vesturlöndum. Líkt og áður langar mig að undirstrika muninn á íslam og íslamisma. Íslam er trú en íslamismi er pólitísk hugmyndafræði. Íslamistar gera kröfu um algjöran samruna ríkis og trúar undir kúgandi alræðisstjórn. Sem dæmi um íslamistasamtök má nefna ISIS, Hizbollah og Hamassamtökin. Fjölmörg ríki skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Það vakti athygli mína fyrir nokkru þegar fyrrverandi formaður Íslands-Palestínu skrifaði langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann syrgði nýfallinn leiðtoga Hamassamtakanna. Eflaust sjá andstæðingar Ísraels meðlimi Hamas sem hentuga bandamenn gegn sameiginlegum óvini þeirra. Auk þess sjá þeir Hamassamtökin sem tapliðið sem þeir verða að styðja. En stuðningsmönnum Hamas væri nær að draga lærdóm af dæmisögunni um bóndann og snákinn. Í henni gengur bóndi einn um akur og sér meðvitundarlausan snák á jörðinni. Bóndinn veit að snákurinn er hættulegur en samúð hans ber hann ofurliði. Hann tekur upp snákinn til að vekja hann til meðvitundar. En þegar snákurinn vaknar bítur hann bóndann og drepur hann. Þeir sem lýsa yfir stuðningi við Hamassamtökin hljóta að gera sér grein fyrir að stuðningurinn er ekki gagnkvæmur. Hlutir sem eru flestum Vesturlandabúum mikilvægir, til dæmis veraldleg menntun, kvenfrelsi og lýðræði eru eitur í beinum Hamassamtakanna. Fyrirætlanir þeirra um Gyðinga, sem bæði stofnsáttmáli samtakanna og ummæli meðlima þeirra vitna um, ættu einnig að vera öllum ljósar. En Hamassamtökin hafa einnig fyrirætlanir um Vesturlönd. Einn leiðtoga samtakanna, Mahmoud Al-Zahar, sagði í viðtali við Reuters að Vesturlönd væru „siðferðislega snauð“ og hampaði í sömu andrá kúgandi gildum Hamassamtakanna. Í sjónvarpsviðtali fyrir tveimur árum sagði hann: „Við erum ekki einungis að tala um að frelsa okkar eigið land.“ Með öðrum orðum munu samtökin ekki láta staðar numið við útrýmingu Ísraels. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að herskáir íslamistar lúti í lægra haldi fyrir Vesturlöndum. Vesturlandabúar gætu einn daginn vaknað upp við þann vonda draum að búa við kúgandi stjórn þeirra. Þá væri fleira en þrennum Taylor Swift-tónleikum aflýst. Þá væri of seint að hreyfa við mótbárum. Stuðningsmenn Hamassamtakanna mættu því spyrja sig hvort stuðningur þeirra sé of dýru verði keyptur. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar