Stjórnvöld sofi á verðinum meðan Svens sæki í börnin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2024 13:32 Eyrún segir foreldra uggandi yfir þróuninni. Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og íbúi í Bústaðahverfi segir níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Hún segir Bústaðaveg brátt verða Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spyr hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. Þetta kemur fram í aðsendri grein hennar á Vísi. Þar segir Eyrún marga foreldra velta fyrir sér stöðunni. Stjórnvöld loki augunum á meðan níkótínsalar sæki í sig veðrið og auki söluna. Í Bústaðahverfi sé fyrir á fleti rafrettubúllan Póló. Þar hafi blandi í poka verið rutt úr hillunum og rafrettum komið fyrir í staðinn „Þetta er í miðju íbúðahverfi og í göngufæri frá Víkinni. Enginn sagði neitt og lítið virðist hægt að gera til að halda þessari starfsemi fjarri skólum og íþróttasvæðum,“ skrifar Eyrún. „Nú fær skólahverfið í ofanálag sérhæfða nikótínpúðaverslun í Grímsbæ, þannig að Bústaðavegurinn verður helsta nikótíngata borgarinnar. Mikið úrval af vökva í rafrettur og alls konar púðar í boði. Nikótínsala blómstrar því sem aldrei fyrr, þótt sígarettuformið sé á undanhaldi.“ Markmiðið að normalísera vörumerkið Hún bendir á að eitt af hverjum þremur ungmennum noti níkótínpúða ef marka megi Þjóðarpúls Gallup. Eyrún segir að það virðist ekki vera nóg fyrir sala níkótínpúðanna. „Nú á að hasla sér völl meðal grunnskólanema líka með því að koma sér fyrir í grónum verslunarkjarna í miðju skólahverfi. Reitir fasteignafélag, í eigu stærstu lífeyrissjóða landsins, hefur leigt út áberandi pláss í Grímsbæ við Bústaðaveg til litaglaða nikótínsalans Svens.“ Í innan við 500 metra radíus frá hinni nýju verslun Svens séu þrír grunnskólar með samanlagt um 1200 nemendur og fimm leikskólar með yfir 300 nemendur. Einn skólanna sé Réttarholtsskóli þar sem 450 unglingar sæki nám. Auglýsingar fyrir púðanna séu undantekningarlaust baðaðar ferskleika. „Þessir nikótínpúðaneytendur framtíðarinnar geta núna gengið framhjá vörumerki Svens dag hvern og haft það fyrir augunum þegar farið er í ísbúðina, búðina eða á pizzastaðinn í Grímsbæ. Markaðssetning nikótínsalanna gengur einmitt út á að normalísera, byggja upp vörumerki sem er jafn sjálfsagt að sjá í verslunarkjarna og hverja aðra matvörubúð.“ Foreldrar eru uggandi vegna opnunar Svens í verslunarrým Grímsbæjar. Vill að samfélagsleg ábyrgð verði sýnd í verki Eyrún vekur athygli á því í grein sinni að Grímsbær sé í heild sinni í eigu Reita fasteignafélags. Í ársfjórðungsuppgjöri félagsins komi fram að leigutekjur hafi aukist fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. „Reitir ættu að vera í aðstöðu til að stýra því hvers konar starfsemi velst inn í Grímsbæ, þeir gætu valið að bjóða skaplegra leiguverð svo hægt sé að koma fyrir starfsemi sem styður við samfélagið í stað þess að rífa það niður.“ Þá fer Eyrún í grein sinni á Vísi yfir markmið Reita um samfélagslega ábyrgð. Í stefnu félagsins komi fram að áherslan á samfélagslega ábyrgð sé til þess fallin að auka traust á félaginu og treysta orðspor um leið og stuðlað sé að betra og ábyrgara samfélagi. „Vandséð er hvernig það að troða nikótínpúðasölu inn í gróinn verslunarkjarna í miðju skólahverfi fellur að þessum markmiðum, enda ættu skaðleg áhrif sölu nikótínpúða öllum að vera ljós. Á samfélagslega ábyrgðin kannski ekki við þarna?“ Þróunin snúist ekki við af sjálfri sér Eyrún segir þróunina hérlendis alla vera níkótínsölum í hag. Hverfi 108 sé ekki það eina þar sem þessi þróun eigi við, að níkótínstarfsemi færi sig nær börnum og unglingum. „Stjórnvöld hafa sofnað, en kannski er reynandi að leita til lífeyrissjóða og stórra fasteignafélaga að stemma stigu við þessum vágesti. Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum?“ spyr Eyrún. „Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum? Er þetta brotabrot af leigutekjunum ykkar svo mikilvægt að þið horfið framhjá áformum nikótínsala að valda sem mestum skaða með því að ná fótfestu í skólahverfum? Eru leigutekjurnar mikilvægari en sú sýn nikótínsalanna að gera nikótínneytendur framtíðarinnar úr unglingunum okkar?“ Áfengi og tóbak Heilsa Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein hennar á Vísi. Þar segir Eyrún marga foreldra velta fyrir sér stöðunni. Stjórnvöld loki augunum á meðan níkótínsalar sæki í sig veðrið og auki söluna. Í Bústaðahverfi sé fyrir á fleti rafrettubúllan Póló. Þar hafi blandi í poka verið rutt úr hillunum og rafrettum komið fyrir í staðinn „Þetta er í miðju íbúðahverfi og í göngufæri frá Víkinni. Enginn sagði neitt og lítið virðist hægt að gera til að halda þessari starfsemi fjarri skólum og íþróttasvæðum,“ skrifar Eyrún. „Nú fær skólahverfið í ofanálag sérhæfða nikótínpúðaverslun í Grímsbæ, þannig að Bústaðavegurinn verður helsta nikótíngata borgarinnar. Mikið úrval af vökva í rafrettur og alls konar púðar í boði. Nikótínsala blómstrar því sem aldrei fyrr, þótt sígarettuformið sé á undanhaldi.“ Markmiðið að normalísera vörumerkið Hún bendir á að eitt af hverjum þremur ungmennum noti níkótínpúða ef marka megi Þjóðarpúls Gallup. Eyrún segir að það virðist ekki vera nóg fyrir sala níkótínpúðanna. „Nú á að hasla sér völl meðal grunnskólanema líka með því að koma sér fyrir í grónum verslunarkjarna í miðju skólahverfi. Reitir fasteignafélag, í eigu stærstu lífeyrissjóða landsins, hefur leigt út áberandi pláss í Grímsbæ við Bústaðaveg til litaglaða nikótínsalans Svens.“ Í innan við 500 metra radíus frá hinni nýju verslun Svens séu þrír grunnskólar með samanlagt um 1200 nemendur og fimm leikskólar með yfir 300 nemendur. Einn skólanna sé Réttarholtsskóli þar sem 450 unglingar sæki nám. Auglýsingar fyrir púðanna séu undantekningarlaust baðaðar ferskleika. „Þessir nikótínpúðaneytendur framtíðarinnar geta núna gengið framhjá vörumerki Svens dag hvern og haft það fyrir augunum þegar farið er í ísbúðina, búðina eða á pizzastaðinn í Grímsbæ. Markaðssetning nikótínsalanna gengur einmitt út á að normalísera, byggja upp vörumerki sem er jafn sjálfsagt að sjá í verslunarkjarna og hverja aðra matvörubúð.“ Foreldrar eru uggandi vegna opnunar Svens í verslunarrým Grímsbæjar. Vill að samfélagsleg ábyrgð verði sýnd í verki Eyrún vekur athygli á því í grein sinni að Grímsbær sé í heild sinni í eigu Reita fasteignafélags. Í ársfjórðungsuppgjöri félagsins komi fram að leigutekjur hafi aukist fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. „Reitir ættu að vera í aðstöðu til að stýra því hvers konar starfsemi velst inn í Grímsbæ, þeir gætu valið að bjóða skaplegra leiguverð svo hægt sé að koma fyrir starfsemi sem styður við samfélagið í stað þess að rífa það niður.“ Þá fer Eyrún í grein sinni á Vísi yfir markmið Reita um samfélagslega ábyrgð. Í stefnu félagsins komi fram að áherslan á samfélagslega ábyrgð sé til þess fallin að auka traust á félaginu og treysta orðspor um leið og stuðlað sé að betra og ábyrgara samfélagi. „Vandséð er hvernig það að troða nikótínpúðasölu inn í gróinn verslunarkjarna í miðju skólahverfi fellur að þessum markmiðum, enda ættu skaðleg áhrif sölu nikótínpúða öllum að vera ljós. Á samfélagslega ábyrgðin kannski ekki við þarna?“ Þróunin snúist ekki við af sjálfri sér Eyrún segir þróunina hérlendis alla vera níkótínsölum í hag. Hverfi 108 sé ekki það eina þar sem þessi þróun eigi við, að níkótínstarfsemi færi sig nær börnum og unglingum. „Stjórnvöld hafa sofnað, en kannski er reynandi að leita til lífeyrissjóða og stórra fasteignafélaga að stemma stigu við þessum vágesti. Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum?“ spyr Eyrún. „Hvað segja Reitir, LIVE, Gildi, LSR, Birta og allir hinir lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í Reitum og fleiri fasteignafélögum? Er þetta brotabrot af leigutekjunum ykkar svo mikilvægt að þið horfið framhjá áformum nikótínsala að valda sem mestum skaða með því að ná fótfestu í skólahverfum? Eru leigutekjurnar mikilvægari en sú sýn nikótínsalanna að gera nikótínneytendur framtíðarinnar úr unglingunum okkar?“
Áfengi og tóbak Heilsa Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira