„Bubka er djöfullinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:01 Sergey Bubka vann á sínum tíma tíu heimsmeistaratitla í stangarstökki, sex fyrir Sovétríkin og fjóra fyrir Úkraínu. Getty/Fernando de Dios Sergey Bubka er einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu en það verður seint hægt að segja að hann sé einn sá vinsælasti í heimalandi sínu. Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í víðavangshlaupinu: Dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Sjá meira
Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í víðavangshlaupinu: Dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Sjá meira