Vill afsökunarbeiðni vegna dómaramistaka sem kostuðu hana gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 11:30 Amber Rutter með silfurmedalíuna og soninn Tommy við heimkomuna frá París. getty/Leon Neal Breska skyttan Amber Rutter vill fá afsökunarbeiðni vegna dómaramistakanna sem urðu til þess að hún vann ekki gullið í haglabyssuskotfimi (e. skeet) á Ólympíuleikunum í París. Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira