Kirkjugarðar, minningarreitir og eða grafreitir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 16:00 Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun