Aftur að hjálmskviðu ríkislögreglustjóra Indriði Stefánsson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun