Hið gleymda helvíti á jörðu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 08:01 Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu. Þar benti Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á það að í Súdan ríki ein mesta neyðar- og mannúðarkrísa sem heimurinn hefði staðið frammi fyrir. Ein birtingarmynd þess væri kerfisbundnar nauðganir þar sem milljónir kvenna og stúlkna hefðu verið beittar kynbundnu ofbeldi. Þar eru lítil stúlkubörn ekki undanskilin. Höfuðborgin Khartoum hefur verið lögð í rúst og þótt tölur um fallna séu á reiki er ljóst að tugir þúsunda hafi látið lífið í átökunum í það minnsta. Um 12 milljónir manna hafa flúið heimili sín og 26 milljónir manna í Súdan eru á barmi hungursneyðar og þarfnast mannúðaraðstoðar. Þar geysar nú versta hungursneyð veraldar. Þessar staðreyndir eru þyngri en tárum taki. Það er óskiljanlegt hversu litla athygli ástandið hefur fengið á heimsvísu, en almenningur í Súdan upplifir sig algjörlega afskiptan. Stríðið hefur enda verið kallað gleymda stríðið. Við í utanríkismálanefnd höfum haft málið til umfjöllunar og ég lagði auk þess fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um ástandið í Súdan. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um hvort íslensk stjórnvöld hefðu vakið máls á ástandinu í Súdan á alþjóðlegum vettvangi og þá með hvaða hætti. Utanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurninni og greint frá því að íslensk stjórnvöld hafi vakið máls á ástandinu á alþjóðlegum vettvangi. Ísland hafi tekið þátt í alþjóðlegum framlagaráðstefnum vegna þessa og ráðherrann hafi sérstaklega vakið máls á fregnum af kynferðisofbeldi og fjölda vegalausra einstaklinga í Súdan. Íslensk stjórnvöld hafi sömuleiðis tekið málið upp á vettvangi mannréttindaráðsins og staðið að sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um hörmungarnar. Þá upplýsti ráðherrann að Ísland hefði innleitt þvingunaraðgerðir ESB varðandi Súdan og tekið undir yfirlýsingar sambandsins um málefni Súdan. Því miður geysa hræðileg átök víða um heim og skýrir það að hluta áhugaleysi alþjóðasamfélagsins og almennings á málefnum Súdan. Þessi átök eiga það þó sammerkt með fleirum að illvirkjar í Íran og Rússlandi hafa með virkum hætti skipt sér af þeim. Ég mun halda áfram að vekja athygli á stöðunni og geri ráð fyrir áframhaldandi umfjöllun í utanríkismálanefnd. Ísland man eftir Súdan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Súdan Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu. Þar benti Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á það að í Súdan ríki ein mesta neyðar- og mannúðarkrísa sem heimurinn hefði staðið frammi fyrir. Ein birtingarmynd þess væri kerfisbundnar nauðganir þar sem milljónir kvenna og stúlkna hefðu verið beittar kynbundnu ofbeldi. Þar eru lítil stúlkubörn ekki undanskilin. Höfuðborgin Khartoum hefur verið lögð í rúst og þótt tölur um fallna séu á reiki er ljóst að tugir þúsunda hafi látið lífið í átökunum í það minnsta. Um 12 milljónir manna hafa flúið heimili sín og 26 milljónir manna í Súdan eru á barmi hungursneyðar og þarfnast mannúðaraðstoðar. Þar geysar nú versta hungursneyð veraldar. Þessar staðreyndir eru þyngri en tárum taki. Það er óskiljanlegt hversu litla athygli ástandið hefur fengið á heimsvísu, en almenningur í Súdan upplifir sig algjörlega afskiptan. Stríðið hefur enda verið kallað gleymda stríðið. Við í utanríkismálanefnd höfum haft málið til umfjöllunar og ég lagði auk þess fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um ástandið í Súdan. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um hvort íslensk stjórnvöld hefðu vakið máls á ástandinu í Súdan á alþjóðlegum vettvangi og þá með hvaða hætti. Utanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurninni og greint frá því að íslensk stjórnvöld hafi vakið máls á ástandinu á alþjóðlegum vettvangi. Ísland hafi tekið þátt í alþjóðlegum framlagaráðstefnum vegna þessa og ráðherrann hafi sérstaklega vakið máls á fregnum af kynferðisofbeldi og fjölda vegalausra einstaklinga í Súdan. Íslensk stjórnvöld hafi sömuleiðis tekið málið upp á vettvangi mannréttindaráðsins og staðið að sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um hörmungarnar. Þá upplýsti ráðherrann að Ísland hefði innleitt þvingunaraðgerðir ESB varðandi Súdan og tekið undir yfirlýsingar sambandsins um málefni Súdan. Því miður geysa hræðileg átök víða um heim og skýrir það að hluta áhugaleysi alþjóðasamfélagsins og almennings á málefnum Súdan. Þessi átök eiga það þó sammerkt með fleirum að illvirkjar í Íran og Rússlandi hafa með virkum hætti skipt sér af þeim. Ég mun halda áfram að vekja athygli á stöðunni og geri ráð fyrir áframhaldandi umfjöllun í utanríkismálanefnd. Ísland man eftir Súdan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun