Hið gleymda helvíti á jörðu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 08:01 Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu. Þar benti Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á það að í Súdan ríki ein mesta neyðar- og mannúðarkrísa sem heimurinn hefði staðið frammi fyrir. Ein birtingarmynd þess væri kerfisbundnar nauðganir þar sem milljónir kvenna og stúlkna hefðu verið beittar kynbundnu ofbeldi. Þar eru lítil stúlkubörn ekki undanskilin. Höfuðborgin Khartoum hefur verið lögð í rúst og þótt tölur um fallna séu á reiki er ljóst að tugir þúsunda hafi látið lífið í átökunum í það minnsta. Um 12 milljónir manna hafa flúið heimili sín og 26 milljónir manna í Súdan eru á barmi hungursneyðar og þarfnast mannúðaraðstoðar. Þar geysar nú versta hungursneyð veraldar. Þessar staðreyndir eru þyngri en tárum taki. Það er óskiljanlegt hversu litla athygli ástandið hefur fengið á heimsvísu, en almenningur í Súdan upplifir sig algjörlega afskiptan. Stríðið hefur enda verið kallað gleymda stríðið. Við í utanríkismálanefnd höfum haft málið til umfjöllunar og ég lagði auk þess fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um ástandið í Súdan. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um hvort íslensk stjórnvöld hefðu vakið máls á ástandinu í Súdan á alþjóðlegum vettvangi og þá með hvaða hætti. Utanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurninni og greint frá því að íslensk stjórnvöld hafi vakið máls á ástandinu á alþjóðlegum vettvangi. Ísland hafi tekið þátt í alþjóðlegum framlagaráðstefnum vegna þessa og ráðherrann hafi sérstaklega vakið máls á fregnum af kynferðisofbeldi og fjölda vegalausra einstaklinga í Súdan. Íslensk stjórnvöld hafi sömuleiðis tekið málið upp á vettvangi mannréttindaráðsins og staðið að sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um hörmungarnar. Þá upplýsti ráðherrann að Ísland hefði innleitt þvingunaraðgerðir ESB varðandi Súdan og tekið undir yfirlýsingar sambandsins um málefni Súdan. Því miður geysa hræðileg átök víða um heim og skýrir það að hluta áhugaleysi alþjóðasamfélagsins og almennings á málefnum Súdan. Þessi átök eiga það þó sammerkt með fleirum að illvirkjar í Íran og Rússlandi hafa með virkum hætti skipt sér af þeim. Ég mun halda áfram að vekja athygli á stöðunni og geri ráð fyrir áframhaldandi umfjöllun í utanríkismálanefnd. Ísland man eftir Súdan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Súdan Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu. Þar benti Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á það að í Súdan ríki ein mesta neyðar- og mannúðarkrísa sem heimurinn hefði staðið frammi fyrir. Ein birtingarmynd þess væri kerfisbundnar nauðganir þar sem milljónir kvenna og stúlkna hefðu verið beittar kynbundnu ofbeldi. Þar eru lítil stúlkubörn ekki undanskilin. Höfuðborgin Khartoum hefur verið lögð í rúst og þótt tölur um fallna séu á reiki er ljóst að tugir þúsunda hafi látið lífið í átökunum í það minnsta. Um 12 milljónir manna hafa flúið heimili sín og 26 milljónir manna í Súdan eru á barmi hungursneyðar og þarfnast mannúðaraðstoðar. Þar geysar nú versta hungursneyð veraldar. Þessar staðreyndir eru þyngri en tárum taki. Það er óskiljanlegt hversu litla athygli ástandið hefur fengið á heimsvísu, en almenningur í Súdan upplifir sig algjörlega afskiptan. Stríðið hefur enda verið kallað gleymda stríðið. Við í utanríkismálanefnd höfum haft málið til umfjöllunar og ég lagði auk þess fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um ástandið í Súdan. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um hvort íslensk stjórnvöld hefðu vakið máls á ástandinu í Súdan á alþjóðlegum vettvangi og þá með hvaða hætti. Utanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurninni og greint frá því að íslensk stjórnvöld hafi vakið máls á ástandinu á alþjóðlegum vettvangi. Ísland hafi tekið þátt í alþjóðlegum framlagaráðstefnum vegna þessa og ráðherrann hafi sérstaklega vakið máls á fregnum af kynferðisofbeldi og fjölda vegalausra einstaklinga í Súdan. Íslensk stjórnvöld hafi sömuleiðis tekið málið upp á vettvangi mannréttindaráðsins og staðið að sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um hörmungarnar. Þá upplýsti ráðherrann að Ísland hefði innleitt þvingunaraðgerðir ESB varðandi Súdan og tekið undir yfirlýsingar sambandsins um málefni Súdan. Því miður geysa hræðileg átök víða um heim og skýrir það að hluta áhugaleysi alþjóðasamfélagsins og almennings á málefnum Súdan. Þessi átök eiga það þó sammerkt með fleirum að illvirkjar í Íran og Rússlandi hafa með virkum hætti skipt sér af þeim. Ég mun halda áfram að vekja athygli á stöðunni og geri ráð fyrir áframhaldandi umfjöllun í utanríkismálanefnd. Ísland man eftir Súdan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun