Rafvarnarvopn við lögreglustörf: Öryggi almennings og lögreglu Ólafur Örn Bragason skrifar 25. ágúst 2024 08:01 Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Rafbyssur Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun