Velferð á þínum forsendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 09:03 Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar. Nýju hverfin Grafarvogur og Grafarholt á teikniborðinu. Sem unglingur man ég eftir eldri kynslóðinni kvarta undan því að borgin væri að verða að alltof stór og myndi enda uppá Hellisheiði. Við unglingarnir vorum hæstánægð með þessa þróun, því með stækkandi borg fjölgaði tækifærum okkar til að gera eitthvað skemmtilegt.. Veitingastöðum fjölgaði, bíóin og barirnir urðu fleiri og ýmislegt varð til sem fylgir fjölgun fólks. Kringlan og nýr miðbær sem þar átti að rísa var aðal umræðuefnið og sitt sýndist hverjum. Fyrirsagnir um að dánartilkynningu miðborgarinnar voru tíðar og myndir af tómum Laugavegi voru daglegt brauð. Borgin er alltaf að breytast Ástæða fyrir þessari upprifjun er áminning til okkar um að allt er breytingum háð. Þúsundir verða nýir Reykvíkingar á hverju ári og bara frá árinu 2018 hefur meira en einn Mosfellsbær bæst við íbúafjölda borgarinnar Slík fjölgun hlýtur að hafa mikil áhrif á ekki stærri borg en Reykjavík og þetta finnum við sem stýrum borginni. Öll þjónusta og innviðir, hvort sem við erum að tala um samgöngur, skipulag, menntamál. lýðheilsu eða velferðamál hafa tekið miklum breytingum á undanliðnum árum til að takast á við þessa mannfjölgun.. 15% borgarbúa njóta velferðarþjónustu Grunnur að góðri borg er lýðheilsa og velferð íbúa. En til þess að íbúar finni sér stað, blómstri og dafni þarf góðan stuðning og þjónustu. Góð velferðarþjónusta er þar grundvallaratriði. Sú fjölbreytta þjónusta sem borgin býður uppá má t.d. sjá í nýlegri ársskýrslu Velferðarsviðs Þar kemur fram að 15% borgarbúa eða um 21.000 íbúar borgarinnar njóta velferðarþjónustu borgarinnar. Notendahópur þjónustunnar hefur stækkað undanfarin ár og tekið þó nokkrum breytingum. 32% notenda velferðarþjónustu eru börn Um 4.600 íbúar njóta samþættrar heimaþjónustu og þar af eru um 80% notenda heimahjúkrunar 67 ára og eldri 777 notendur nýta sér akstursþjónustu og fóru 33.261 ferð árið 2023 515 einstaklingar búa í húsnæði fyrir fatlað fólk 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót hjá starfsfólki Mikið magn áhugaverðra upplýsinga er að finna í ársskýrslunni og vil ég hvetja áhugasöm til að glugga í skýrsluna sem finna á má á reykjavik.is. Engin er eins Mikil þróun hefur verið á þjónustu við eldri Reykvíkinga undan farin ár. Velferðarstefna borgarinnar er skýr og byggir á gildum um virðingu, virkni og velferð íbúa. Reykjavík er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga með samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu, lýðheilsuáherslur á velferð, heilsueflingu, stafræna þróun og aldursvæna borg. Eitt af grunnstefum velferðarþjónustunnar er að engin tvö eru eins. En hvað þýðir það í raun og veru? Jú, það þýðir að undan farin ár hefur verið stefnubreyting í velferðarþjónustu sem miðast að því að verið er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu. Þannig er bæði tekið mið af þjónustuþörfum hópsins td. aldraðs fólks en þjónustan síðan miðuð að hverjum einstakling fyrir sig með því að kortleggja þarfir og skipuleggja þjónustuna, samskipti, eftirfylgni, endurgjöf og úrbætur. Þetta er mikil breyting sem kallar á aukin samskipti og upplýsingamiðlun. Þannig hefur þjónustan þróast á undanförnum áratugum frá því að tryggja eins samræmda þjónustu og hægt er, yfir í að tryggja nýja einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á lögum, reglum og meginmarkmiðum. Þannig hefur þjónustan þróast frá því hver þekkir hvern, eins og þekktist vel á áttunda áratugnum yfir í almenna lögbundna þjónustu, í það að nú skal einnig taka mið af því að engin er eins. Takk, starfsfólk í velferðarþjónustu Að lokum langar mig að þakka öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem alla daga veitir íbúum borgarinnar velferðarþjónustu. Við ykkur vil ég segja, það er mikil árangur að 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót. Slíkar tölur birtast ekki af sjálfu sér. Til hamingju með það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar. Nýju hverfin Grafarvogur og Grafarholt á teikniborðinu. Sem unglingur man ég eftir eldri kynslóðinni kvarta undan því að borgin væri að verða að alltof stór og myndi enda uppá Hellisheiði. Við unglingarnir vorum hæstánægð með þessa þróun, því með stækkandi borg fjölgaði tækifærum okkar til að gera eitthvað skemmtilegt.. Veitingastöðum fjölgaði, bíóin og barirnir urðu fleiri og ýmislegt varð til sem fylgir fjölgun fólks. Kringlan og nýr miðbær sem þar átti að rísa var aðal umræðuefnið og sitt sýndist hverjum. Fyrirsagnir um að dánartilkynningu miðborgarinnar voru tíðar og myndir af tómum Laugavegi voru daglegt brauð. Borgin er alltaf að breytast Ástæða fyrir þessari upprifjun er áminning til okkar um að allt er breytingum háð. Þúsundir verða nýir Reykvíkingar á hverju ári og bara frá árinu 2018 hefur meira en einn Mosfellsbær bæst við íbúafjölda borgarinnar Slík fjölgun hlýtur að hafa mikil áhrif á ekki stærri borg en Reykjavík og þetta finnum við sem stýrum borginni. Öll þjónusta og innviðir, hvort sem við erum að tala um samgöngur, skipulag, menntamál. lýðheilsu eða velferðamál hafa tekið miklum breytingum á undanliðnum árum til að takast á við þessa mannfjölgun.. 15% borgarbúa njóta velferðarþjónustu Grunnur að góðri borg er lýðheilsa og velferð íbúa. En til þess að íbúar finni sér stað, blómstri og dafni þarf góðan stuðning og þjónustu. Góð velferðarþjónusta er þar grundvallaratriði. Sú fjölbreytta þjónusta sem borgin býður uppá má t.d. sjá í nýlegri ársskýrslu Velferðarsviðs Þar kemur fram að 15% borgarbúa eða um 21.000 íbúar borgarinnar njóta velferðarþjónustu borgarinnar. Notendahópur þjónustunnar hefur stækkað undanfarin ár og tekið þó nokkrum breytingum. 32% notenda velferðarþjónustu eru börn Um 4.600 íbúar njóta samþættrar heimaþjónustu og þar af eru um 80% notenda heimahjúkrunar 67 ára og eldri 777 notendur nýta sér akstursþjónustu og fóru 33.261 ferð árið 2023 515 einstaklingar búa í húsnæði fyrir fatlað fólk 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót hjá starfsfólki Mikið magn áhugaverðra upplýsinga er að finna í ársskýrslunni og vil ég hvetja áhugasöm til að glugga í skýrsluna sem finna á má á reykjavik.is. Engin er eins Mikil þróun hefur verið á þjónustu við eldri Reykvíkinga undan farin ár. Velferðarstefna borgarinnar er skýr og byggir á gildum um virðingu, virkni og velferð íbúa. Reykjavík er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga með samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu, lýðheilsuáherslur á velferð, heilsueflingu, stafræna þróun og aldursvæna borg. Eitt af grunnstefum velferðarþjónustunnar er að engin tvö eru eins. En hvað þýðir það í raun og veru? Jú, það þýðir að undan farin ár hefur verið stefnubreyting í velferðarþjónustu sem miðast að því að verið er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu. Þannig er bæði tekið mið af þjónustuþörfum hópsins td. aldraðs fólks en þjónustan síðan miðuð að hverjum einstakling fyrir sig með því að kortleggja þarfir og skipuleggja þjónustuna, samskipti, eftirfylgni, endurgjöf og úrbætur. Þetta er mikil breyting sem kallar á aukin samskipti og upplýsingamiðlun. Þannig hefur þjónustan þróast á undanförnum áratugum frá því að tryggja eins samræmda þjónustu og hægt er, yfir í að tryggja nýja einstaklingsmiðaða þjónustu sem byggir á lögum, reglum og meginmarkmiðum. Þannig hefur þjónustan þróast frá því hver þekkir hvern, eins og þekktist vel á áttunda áratugnum yfir í almenna lögbundna þjónustu, í það að nú skal einnig taka mið af því að engin er eins. Takk, starfsfólk í velferðarþjónustu Að lokum langar mig að þakka öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem alla daga veitir íbúum borgarinnar velferðarþjónustu. Við ykkur vil ég segja, það er mikil árangur að 88% notenda upplifa vingjarnlegt viðmót. Slíkar tölur birtast ekki af sjálfu sér. Til hamingju með það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun