Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 19:58 Runólfur Þórhallsson hjá ríkislögreglustjóra ræddi brotastarfsemi í Reykjavík síðdegis. vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. „Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“ Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
„Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“
Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira