Íbúar og ferðaþjónusta í sátt? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 3. september 2024 14:03 Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun