Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2024 19:02 Aukin gæsla verður á Ljósanótt og Októberfest SHÍ sem fara fram á næstu dögum. Arent Torfi Jónsson Claessen forseti Stúdentaráðs vonar að allir leggist á eitt með að sporna við auknu ofbeldi meðal ungmenna. Vísir/Arnar Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Mikil viðbrögð hafa verið í samfélaginu undanfarna daga eftir ákall víða að um aðgerðir gegn ofbeldi ungmenna. Dómsmálaráðherra kynnti í gær nýjan aðgerðarhóp sem tók til starfa í dag og á að sporna við ofbeldi og auka forvarnarstarf meðal barna og ungmenna. Fjölskyldu-og tónlistarhátíðinni Stíflunni sem átti að vera í Árbænum í þriðja skipti um helgina var blásin af vegna álags hjá lögreglu. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að fyrirtæki sem sér um öryggi á framhaldsskólaböllum muni framvegis nota málmleitartæki í gæslu. Aukinn viðbúnaður verður á Ljósanótt þar mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. Trúi að við getum leyst úr þessu Loks ætla háskólanemar sem halda Októberfest sem hefst á morgun ætla að auka gæslu í kringum hátíðina. Arent Torfi Jónsson Claessen er forseti Stúdentaráðs. „Í ljósi þeirrar vitundarvakningar í samfélaginu er ákveðinn uggur í manni. Maður vill ekki standa fyrir hátíð þar sem fólk upplifir sig ekki algjörlega öruggt,“ segir Arent. Öryggisgæsla hafi alltaf verið mikil en nú hafi ýmsu verið bætt inn. „Gæslan er hugsuð þannig að það kemur engin inn á svæðið án þess að það sé kyrfilega leitað. Síðan er sýnileiki gæslu yfir öll hátíðarhöld. Við erum með málmleitartæki sem öryggisverðir munu nota til að skanna alla sem koma,“ segir hann. Arent er vongóður um að með þjóðarátaki verði hægt að sporna við þeirri óheillaþróun sem hefur átt sér stað. Ég trúi því innilega að ef við stöndum öll saman sem samfélag og leggjumst gegn þessu ofbeldi munum við geta leyst úr þessu. Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ljósanótt Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikil viðbrögð hafa verið í samfélaginu undanfarna daga eftir ákall víða að um aðgerðir gegn ofbeldi ungmenna. Dómsmálaráðherra kynnti í gær nýjan aðgerðarhóp sem tók til starfa í dag og á að sporna við ofbeldi og auka forvarnarstarf meðal barna og ungmenna. Fjölskyldu-og tónlistarhátíðinni Stíflunni sem átti að vera í Árbænum í þriðja skipti um helgina var blásin af vegna álags hjá lögreglu. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að fyrirtæki sem sér um öryggi á framhaldsskólaböllum muni framvegis nota málmleitartæki í gæslu. Aukinn viðbúnaður verður á Ljósanótt þar mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. Trúi að við getum leyst úr þessu Loks ætla háskólanemar sem halda Októberfest sem hefst á morgun ætla að auka gæslu í kringum hátíðina. Arent Torfi Jónsson Claessen er forseti Stúdentaráðs. „Í ljósi þeirrar vitundarvakningar í samfélaginu er ákveðinn uggur í manni. Maður vill ekki standa fyrir hátíð þar sem fólk upplifir sig ekki algjörlega öruggt,“ segir Arent. Öryggisgæsla hafi alltaf verið mikil en nú hafi ýmsu verið bætt inn. „Gæslan er hugsuð þannig að það kemur engin inn á svæðið án þess að það sé kyrfilega leitað. Síðan er sýnileiki gæslu yfir öll hátíðarhöld. Við erum með málmleitartæki sem öryggisverðir munu nota til að skanna alla sem koma,“ segir hann. Arent er vongóður um að með þjóðarátaki verði hægt að sporna við þeirri óheillaþróun sem hefur átt sér stað. Ég trúi því innilega að ef við stöndum öll saman sem samfélag og leggjumst gegn þessu ofbeldi munum við geta leyst úr þessu.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ljósanótt Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira