Það versta er að bíða og gera ekki neitt 5. september 2024 10:02 Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning? Niðurstöður um slakan árangur liggja fyrir og hafa gert það lengi. Óttast er að næsta mæling sýni enn slakari niðurstöðu. Það versta, að mati Flokks fólksins, er að bíða og gera ekkert. Fyrir liggur að Mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki enn kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar. Niðurstöður voru sláandi en 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Í samanburði við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við kemur Ísland illa út. Óttast má að næsta útkoma verði enn verri. Eini samræmdi mælikvarðinn sem er í notkun núna er lesfimipróf sem sýnir fram á sífellt verri lestrarfærni barna. Samræmdi mælikvarðinn, samræmd próf, var lagður af 2019 og hefur ekkert annað komið í staðinn.Skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum árin 2017 til 2021 hefur heldur ekki litið dagsins ljós. Rúm tvö ár eru liðin frá því hann lofaði að skila skýrslunni fyrir árslok 2022. Lögum samkvæmt átti að leggja skýrsluna fram í byrjun þess sama árs. Er skóla- frístundasvið að bíða eftir ráðherra í þessum málum. Bið er slæm í þessum málum. Hér má engan tíma missa. Börn þurfa að búa yfir vissri lesfimi til að geta lesið texta og skilið hann, haft lesskilning. Lesfimi byggist upp fyrstu 2 árin í skóla. Hafi börn ekki náð nægjanlegri færni til að skilja texta og muna það sem þau lesa í 3ja bekk næst hún sjaldnast að mati fjölmargra sérfræðinga. Fyrsta lesfimiprófið er lagt fyrir í janúar í 1 bekk. Þá strax eru komnar vísbendingar. Dæmi eru um börn sem lesa aðeins 6 orð á mínútu í fyrsta lesfimiprófinu. Þessi börn hafa ekki náð grunnfærni og við því þarf að bregðast. Mistök voru að hætta með samræmdu prófin án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Afleiðingar eru alvarlegar. Með þessu er Flokkur fólksins ekki að segja að samræmdu prófin væru gallalaus en þau voru eina samræmda mælitækið. Framhaldsskólar einblíndu nánast eingöngu á ,,einkunnir” sem er vissulega ekki nógu breiður mælikvarði á getu barns eða sanngjarn. Samræmt mat er nauðsynleg forsenda þess að við getum tekið ábyrgð á útkomu kennslunnar. Við ættum að horfa meira til Svíþjóðar í þessum efnum en þar er samræmt skyldumat í 1. bekk og í Danmörk er samræmt námsmat gert nærri árlega. Kveikjum neistann er alvöru mælikvarði Umfram allt eigum við að taka upp verkefnið Kveikjum neistann í Reykjavík. Það hefur allt að bera til að koma okkur aftur á rétta braut í þessum málum. Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í og hefur verið í gangi með nemendum í bráðum tvö ár. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt. Kennt er eftir hljóðaaðferðinni, eftirfylgni er góð og einstakir þjálfunartímar þar sem öll börnin fá réttar áskoranir. Frábær árangur hefur hlotist af verkefninu í Vestmannaeyjum. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar við erum nú þegar með tæki sem virkar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur og er einnig kennari og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál PISA-könnun Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning? Niðurstöður um slakan árangur liggja fyrir og hafa gert það lengi. Óttast er að næsta mæling sýni enn slakari niðurstöðu. Það versta, að mati Flokks fólksins, er að bíða og gera ekkert. Fyrir liggur að Mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki enn kynnt aðgerðaáætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunarinnar, níu mánuðum eftir að þær voru birtar. Niðurstöður voru sláandi en 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Í samanburði við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við kemur Ísland illa út. Óttast má að næsta útkoma verði enn verri. Eini samræmdi mælikvarðinn sem er í notkun núna er lesfimipróf sem sýnir fram á sífellt verri lestrarfærni barna. Samræmdi mælikvarðinn, samræmd próf, var lagður af 2019 og hefur ekkert annað komið í staðinn.Skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum árin 2017 til 2021 hefur heldur ekki litið dagsins ljós. Rúm tvö ár eru liðin frá því hann lofaði að skila skýrslunni fyrir árslok 2022. Lögum samkvæmt átti að leggja skýrsluna fram í byrjun þess sama árs. Er skóla- frístundasvið að bíða eftir ráðherra í þessum málum. Bið er slæm í þessum málum. Hér má engan tíma missa. Börn þurfa að búa yfir vissri lesfimi til að geta lesið texta og skilið hann, haft lesskilning. Lesfimi byggist upp fyrstu 2 árin í skóla. Hafi börn ekki náð nægjanlegri færni til að skilja texta og muna það sem þau lesa í 3ja bekk næst hún sjaldnast að mati fjölmargra sérfræðinga. Fyrsta lesfimiprófið er lagt fyrir í janúar í 1 bekk. Þá strax eru komnar vísbendingar. Dæmi eru um börn sem lesa aðeins 6 orð á mínútu í fyrsta lesfimiprófinu. Þessi börn hafa ekki náð grunnfærni og við því þarf að bregðast. Mistök voru að hætta með samræmdu prófin án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Afleiðingar eru alvarlegar. Með þessu er Flokkur fólksins ekki að segja að samræmdu prófin væru gallalaus en þau voru eina samræmda mælitækið. Framhaldsskólar einblíndu nánast eingöngu á ,,einkunnir” sem er vissulega ekki nógu breiður mælikvarði á getu barns eða sanngjarn. Samræmt mat er nauðsynleg forsenda þess að við getum tekið ábyrgð á útkomu kennslunnar. Við ættum að horfa meira til Svíþjóðar í þessum efnum en þar er samræmt skyldumat í 1. bekk og í Danmörk er samræmt námsmat gert nærri árlega. Kveikjum neistann er alvöru mælikvarði Umfram allt eigum við að taka upp verkefnið Kveikjum neistann í Reykjavík. Það hefur allt að bera til að koma okkur aftur á rétta braut í þessum málum. Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í og hefur verið í gangi með nemendum í bráðum tvö ár. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt. Kennt er eftir hljóðaaðferðinni, eftirfylgni er góð og einstakir þjálfunartímar þar sem öll börnin fá réttar áskoranir. Frábær árangur hefur hlotist af verkefninu í Vestmannaeyjum. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar við erum nú þegar með tæki sem virkar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur og er einnig kennari og sálfræðingur.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun