Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2024 12:16 Fyrirhugað er að reisa 26 vildmyllur í Búrfellslundi sem gefi 120 megavött. Landsvirkjun segir mikla þörf á aukinni orku í samfélaginu og hefur verið með Búrfellslund í undirbúningi í rúman áratug. Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að kæra virkjunarleyfi sem Orkustofnun gaf nýlega út fyrir Búrfellslund vindorkugarðinn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vindorkugarðurinn á ekki að rísa í landi sveitarfélagsins en meirihluti sveitarstjórnar telur hann hafa áhrif á framtíðar skipulagsmöguleika þess. Sveitarstjórnin vísar til tillagna sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra greindi frá í febrúar á þessu ári, sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu, sem ekki hafi gengið eftir. Áður en ný lög hefðu verið samþykkt væri ekki hægt að halda lengra. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir Skeiða- og Gnúpverjahrepp ekkert hafa með framkvæmdaleyfi Búrfellslundar að gera, en vilji fá hlutdeild í fasteignagjöldum virkjunarinnar.Stöð 2/Egill Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að samkvæmt gildandi lögum þurfi ekki að sækja um framkvæmdaleyfi til Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Enda ætti Búrfellslundur að rísa á framkvæmdasvæði Landsvirkjunar á milli Búrfellsvirkjunar Sultartangavirkjunar í Rangárþingi ytra. „Við höfum nú í rúman áratug verið að undirbúa þessa virkjun. Í flóknu samráðsferli, í gegnum rammaáætlun, umhverfismat, skipulagsvinnu og síðan í gegnum endanlegt virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi. Svo erum við að fá á lokastigum ný viðhorf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem okkur finnst sérstakt,“ segir Hörður. Sveitarfélagið hafi ítrekað fengið tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri en ekki nýtt þau fyrr en nú á lookametrunum í lögu undirbúningsferli. Samkvæmt gildandi lögum fari fasteignagjöldin af væntanlegri virkjun til Rangárþings ytra og hann telji allar líkur á að þar verði samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi. „Þannig að þetta snýst að mínu mati fyrst og fremst um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur telur að þeir eigi að fá hlut af fasteignagjöldunum. Það er bara ekki hluti af veitingu framkvæmdaleyfis,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Fyrirtækið uppfylli allar forsendur fyrir framkvæmdaleyfi. Búrfellslundur væri nauðsynleg viðbót við orkuframleiðslu í landinu enda skortur á orku miðað við þarfir samfélagsins. Landsvikjun áformi að hefja undirbúningsframkvæmdir í vetur þannig að vindorkuverið komist í gagnið í lok árs 2026. „Ef við náum ekki undirbúningsframkvæmdunum núna í vetur mun verkefnið að minnsta kosti frestast um ár. Jafnvel um tvö ár. Það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Hörður Arnarson. Könnun Maskínu sem birt var í dag.Maskína Samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem birt var í morgun finnst 65 prósentum Íslendinga skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þá eru 50 prósent hlynnt fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Í sömu könnun kemur einnig fram að 76 prósent Íslendinga finnist það skipta miklu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila. Landsvirkjun Vindorka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Orkumál Efnahagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að kæra virkjunarleyfi sem Orkustofnun gaf nýlega út fyrir Búrfellslund vindorkugarðinn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vindorkugarðurinn á ekki að rísa í landi sveitarfélagsins en meirihluti sveitarstjórnar telur hann hafa áhrif á framtíðar skipulagsmöguleika þess. Sveitarstjórnin vísar til tillagna sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra greindi frá í febrúar á þessu ári, sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu, sem ekki hafi gengið eftir. Áður en ný lög hefðu verið samþykkt væri ekki hægt að halda lengra. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir Skeiða- og Gnúpverjahrepp ekkert hafa með framkvæmdaleyfi Búrfellslundar að gera, en vilji fá hlutdeild í fasteignagjöldum virkjunarinnar.Stöð 2/Egill Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að samkvæmt gildandi lögum þurfi ekki að sækja um framkvæmdaleyfi til Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Enda ætti Búrfellslundur að rísa á framkvæmdasvæði Landsvirkjunar á milli Búrfellsvirkjunar Sultartangavirkjunar í Rangárþingi ytra. „Við höfum nú í rúman áratug verið að undirbúa þessa virkjun. Í flóknu samráðsferli, í gegnum rammaáætlun, umhverfismat, skipulagsvinnu og síðan í gegnum endanlegt virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi. Svo erum við að fá á lokastigum ný viðhorf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem okkur finnst sérstakt,“ segir Hörður. Sveitarfélagið hafi ítrekað fengið tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri en ekki nýtt þau fyrr en nú á lookametrunum í lögu undirbúningsferli. Samkvæmt gildandi lögum fari fasteignagjöldin af væntanlegri virkjun til Rangárþings ytra og hann telji allar líkur á að þar verði samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi. „Þannig að þetta snýst að mínu mati fyrst og fremst um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur telur að þeir eigi að fá hlut af fasteignagjöldunum. Það er bara ekki hluti af veitingu framkvæmdaleyfis,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Fyrirtækið uppfylli allar forsendur fyrir framkvæmdaleyfi. Búrfellslundur væri nauðsynleg viðbót við orkuframleiðslu í landinu enda skortur á orku miðað við þarfir samfélagsins. Landsvikjun áformi að hefja undirbúningsframkvæmdir í vetur þannig að vindorkuverið komist í gagnið í lok árs 2026. „Ef við náum ekki undirbúningsframkvæmdunum núna í vetur mun verkefnið að minnsta kosti frestast um ár. Jafnvel um tvö ár. Það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Hörður Arnarson. Könnun Maskínu sem birt var í dag.Maskína Samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem birt var í morgun finnst 65 prósentum Íslendinga skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þá eru 50 prósent hlynnt fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Í sömu könnun kemur einnig fram að 76 prósent Íslendinga finnist það skipta miklu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila.
Landsvirkjun Vindorka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Orkumál Efnahagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55