Kópavogsmódelið er lífgjöf til leikskólans Rakel Ýr Isaksen skrifar 6. september 2024 09:01 Ísland er eina Evrópuríkið sem hefur tekist að stytta vinnutíma launafólks verulega á síðustu árum með því markmiði að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna (bsrb.is).Eiga börnin okkar ekki að njóta góðs af því? Hart hefur verið tekist á um Kópavogsmódelið í leikskólamálum undanfarið. Einkum vegna þess að gjöld fyrir dvalartíma barna í leikskólum Kópavogs, umfram 30 gjaldfrjálsar stundir á viku, hafa hækkað. Margir foreldrar sem hafa tök á því, hafa stytt dvalartíma barna sinna og þar með dregið úr útgjöldum heimilisins. Styttri viðvera einstakra barna dregur jafnframt úr álagi, hávaða og þrengslum fyrir þau börn sem dvelja þar lengur. Tekjulágir foreldrar og starfsfólk leikskóla fá verulegan afslátt af dvalargjöldum barna sinna umfram gjaldfrjálsa tímann. Allir foreldrar sem kjósa eða þurfa dvalartíma umfram sex gjaldfrjálsar klukkustundir á dag hafa því tök á því, óháð efnahag eða aðstæðum. Það var þó ekki skortur á fjármagni sem knúði fram breytingarnar heldur var megin orsök vanda leikskólanna of langur dvalartími barna. Fyrir breytingar var meðal dvalartími barna vel umfram daglegt vinnuframlag starfsmanns í fullu starfi. Kópavogsbær niðurgreiðir áfram 6 milljarða króna í leikskólagjöld eða 3,3 milljónir með hverju leikskólabarni. Vellíðan barna í leikskólum er ekki eingöngu skilgreind út frá lengd dvalartíma þeirra í leikskólanum, heldur gæðum þeirrar þjónustu sem hægt er að veita, stöðugleika í starfsmannahaldi og fagmennsku leikskólakennara. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar hávaði, lítið pláss og mannekla einkennir leikskólastarfið hefur það neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Kópavogsbær leiðir þessar breytingar í þágu barna til þess að tryggja gæði og tilvist leikskólans. Mikilvægrar stofnunar sem ýtir undir jafnrétti í samfélaginu. Eins og komið hefur fram var ekki unnt að sinna þessari mikilvægu þjónustu án umfangsmikilla breytinga. Við finnum hve mikið hefur dregið úr áreiti og hávaða sérstaklega í upphafi og lok dags. Betur hefur gengið að ráða inn starfsfólk og því geta fleiri börn fengið leikskólapláss. Ekki hefur þurft að senda börn heim eða loka deildum vegna manneklu, en slík skerðing á þjónustu bitnaði líklega áður meira á tekjulægra foreldri barns. Ekki finnum við markverðan mun á því hvort móðir eða faðir sæki börnin oftar í leikskólann fyrir eða eftir breytingar. Það er þó mín upplifun að feður hafa flestir, undanfarin ár, verið mjög virkir þátttakendur í daglegu lífi barna sinna og að þeir ekki síður en mæður hagræði vinnutíma sínum til þess að stytta vinnudag barna sinna. Hins vegar sjáum við fleiri ömmur og afa taka þátt í að sækja börnin einstaka sinnum sem er ánægjuleg viðbót og styrkir tengsl fjölskyldu og leikskóla enn frekar. Það þarf þorp til að ala upp barn og þessi lífgjöf til leikskóla í Kópavogi er samstarfsverkefni foreldra og starfsfóks sveitarfélagsins. Að eyða örlítið minni tíma í vinnunni og meiri tíma með barni sínu tel ég ekki vera fórn eða afturför í réttindabaráttu kvenna. Né heldur að verið sé að velta vanda leikskólans yfir á foreldra eða konur sérstaklega. Ábyrgð á velferð barna liggur alltaf fyrst og fremst hjá foreldrum. Fæstir foreldrar myndu sætta sig til langframa við þann raunveruleika sem blasti við í leikskólamálum, þar sem foreldrar þurftu ítrekað að sækja börnin vegna manneklu og vanmáttugt starfsfólk gerði sitt besta í óbærilegum aðstæðum. Ég er leikskólakennari með 20 ára starfsreynslu, aðstoðarleikskólastjóri með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana og mér er annt um leikskólastarf. Að mínu mati er Kópavogsmódelið velheppnuð björgunaraðgerð þjónustu sem var nær dauða en lífi. Virkilega flott og hugrakkt framfaraskref sem þjónar okkar besta fólki, leikskólabörnunum. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ísland er eina Evrópuríkið sem hefur tekist að stytta vinnutíma launafólks verulega á síðustu árum með því markmiði að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna (bsrb.is).Eiga börnin okkar ekki að njóta góðs af því? Hart hefur verið tekist á um Kópavogsmódelið í leikskólamálum undanfarið. Einkum vegna þess að gjöld fyrir dvalartíma barna í leikskólum Kópavogs, umfram 30 gjaldfrjálsar stundir á viku, hafa hækkað. Margir foreldrar sem hafa tök á því, hafa stytt dvalartíma barna sinna og þar með dregið úr útgjöldum heimilisins. Styttri viðvera einstakra barna dregur jafnframt úr álagi, hávaða og þrengslum fyrir þau börn sem dvelja þar lengur. Tekjulágir foreldrar og starfsfólk leikskóla fá verulegan afslátt af dvalargjöldum barna sinna umfram gjaldfrjálsa tímann. Allir foreldrar sem kjósa eða þurfa dvalartíma umfram sex gjaldfrjálsar klukkustundir á dag hafa því tök á því, óháð efnahag eða aðstæðum. Það var þó ekki skortur á fjármagni sem knúði fram breytingarnar heldur var megin orsök vanda leikskólanna of langur dvalartími barna. Fyrir breytingar var meðal dvalartími barna vel umfram daglegt vinnuframlag starfsmanns í fullu starfi. Kópavogsbær niðurgreiðir áfram 6 milljarða króna í leikskólagjöld eða 3,3 milljónir með hverju leikskólabarni. Vellíðan barna í leikskólum er ekki eingöngu skilgreind út frá lengd dvalartíma þeirra í leikskólanum, heldur gæðum þeirrar þjónustu sem hægt er að veita, stöðugleika í starfsmannahaldi og fagmennsku leikskólakennara. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar hávaði, lítið pláss og mannekla einkennir leikskólastarfið hefur það neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Kópavogsbær leiðir þessar breytingar í þágu barna til þess að tryggja gæði og tilvist leikskólans. Mikilvægrar stofnunar sem ýtir undir jafnrétti í samfélaginu. Eins og komið hefur fram var ekki unnt að sinna þessari mikilvægu þjónustu án umfangsmikilla breytinga. Við finnum hve mikið hefur dregið úr áreiti og hávaða sérstaklega í upphafi og lok dags. Betur hefur gengið að ráða inn starfsfólk og því geta fleiri börn fengið leikskólapláss. Ekki hefur þurft að senda börn heim eða loka deildum vegna manneklu, en slík skerðing á þjónustu bitnaði líklega áður meira á tekjulægra foreldri barns. Ekki finnum við markverðan mun á því hvort móðir eða faðir sæki börnin oftar í leikskólann fyrir eða eftir breytingar. Það er þó mín upplifun að feður hafa flestir, undanfarin ár, verið mjög virkir þátttakendur í daglegu lífi barna sinna og að þeir ekki síður en mæður hagræði vinnutíma sínum til þess að stytta vinnudag barna sinna. Hins vegar sjáum við fleiri ömmur og afa taka þátt í að sækja börnin einstaka sinnum sem er ánægjuleg viðbót og styrkir tengsl fjölskyldu og leikskóla enn frekar. Það þarf þorp til að ala upp barn og þessi lífgjöf til leikskóla í Kópavogi er samstarfsverkefni foreldra og starfsfóks sveitarfélagsins. Að eyða örlítið minni tíma í vinnunni og meiri tíma með barni sínu tel ég ekki vera fórn eða afturför í réttindabaráttu kvenna. Né heldur að verið sé að velta vanda leikskólans yfir á foreldra eða konur sérstaklega. Ábyrgð á velferð barna liggur alltaf fyrst og fremst hjá foreldrum. Fæstir foreldrar myndu sætta sig til langframa við þann raunveruleika sem blasti við í leikskólamálum, þar sem foreldrar þurftu ítrekað að sækja börnin vegna manneklu og vanmáttugt starfsfólk gerði sitt besta í óbærilegum aðstæðum. Ég er leikskólakennari með 20 ára starfsreynslu, aðstoðarleikskólastjóri með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana og mér er annt um leikskólastarf. Að mínu mati er Kópavogsmódelið velheppnuð björgunaraðgerð þjónustu sem var nær dauða en lífi. Virkilega flott og hugrakkt framfaraskref sem þjónar okkar besta fólki, leikskólabörnunum. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun