Að hjóla í manninn! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 6. september 2024 21:01 Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Vindorka Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun