Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 12:01 Saquon Barkley var magnaður í nótt. Leandro Bernardes/Getty Images Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu. NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira