„Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 17:09 Drífa Snædal vandar Play ekki kveðjurnar í Facebook-færslu og segir auglýsingaherferð flugfélagsins dæmi um hluttekningu. Tiktok/Vísir/Vilhelm Drífa Snædal gagnrýnir flugfélagið Play harðlega fyrir nýja auglýsingaherferð. Hún segir konur niðurlægðar í auglýsingum fyrirtækisins. Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar. Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar.
Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent