Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 10:16 Stefán Teitur í leiknum gegn Svartfjallalandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson lék sinn 21. A-landsleik í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi. Hann er þó langt frá því að vera leikjahæsti landsliðsmaðurinn í fjölskyldu sinni enda kemur hann af mikilli fótboltaætt. Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira