Tilbúinn að kaupa Boehly út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 12:46 Todd Boehly og Reece James, leikmaður Chelsea. Vísir/Getty Images Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Sjá meira
Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Sjá meira