Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga Snæbjörn Guðmundsson skrifar 9. september 2024 07:01 „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar