Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. september 2024 19:19 Gunnlaugur Briem, sjúkraþjálfari og varaformaður BHM. vísir/ívar fannar Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur. Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur.
Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira