Að draga ályktanir af þrettán ára frétt Hörður Arnarson skrifar 11. september 2024 10:01 Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01 Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun