Viðurkennir mistök en segir lögregluna hafa „lamið hundinn úr sér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 23:02 Tyreek Hill á blaðamannafundi en á myndinni til hægri má sjá hann leika eftir handtökuna í fagnaðarlátum í sigri liðsins síðar sama dag. Getty Images/Megan Briggs/Don Juan Moore Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, viðurkennir að hann hefði getað gert hlutina öðruvísi þegar lögreglan stöðvaði hann á leið hans á leikvang Höfrunganna. Hill gagnrýnir þó framgang lögreglumannanna sem grýttu honum í jörðina áður en þeir handjárnuðu hann og settu hné sitt í bakið á honum. Á sunnudag unnu Höfrungarnir endurkomusigur á Jacksonville Jaguars en fyrr sama dag var Hill handtekinn þegar hann var rétt ókominn á völlinn í aðdraganda leiksins. Myndband náðist af atvikinu sem og myndbandsupptaka lögreglunnar hefur verið gerð opinberuð. Þar sést að lögreglumennirnir sem stöðvuðu Hill beittu óþarfa valdi eftir að Hill hafði gerst sekur um umferðalagabrot. Hill viðurkennir að það hafi verið mistök að skrúfa gluggann upp eftir að hafa rétt lögreglunni ökuskírteini sitt en lögreglumaðurinn hafi sérstaklega beðið hann um að skilja rúðuna eftir opna. „Ég hefði getað meðhöndlað þetta betur. Hefði til að mynda getað skilið eftir rifu á glugganum. En málið með mig er að ég vil ekki athygli, ég vildi ekki sjá síma og myndavélar á lofti á þessum tímapunkti,“ sagði Hill um atvikið. „Í enda dags er ég manneskja og verð að fylgja reglum, ég verð að gera það sama og allir aðrir hefðu gert.“ Myndband af handtökunni sýnir að lögreglan beitti óþarfa afli við að henda Hill í jörðina og handjárna ásamt því að honum var haldið niðri af lögreglumanni sem setti hné sitt í bakið á leikmanninum. Ekki nóg með það heldur var Calais Campbell, samherji Hill, einnig handjárnaður eftir að hafa stöðvað og spurt hvað væri í gangi þegar hann sá liðsfélaga sinn liggjandi handjárnaðan í jörðinni. „Gefur hegðun mín þeim leyfi til að berja hundinn út úr mér? Alls ekki. Ég vildi þó óska þess að ég gæti og hefði gert hlutina öðruvísi,“ sagði Hill einnig. Í lok viðtalsins bætti hann svo við að það væri deginum ljósara að lögreglumaðurinn Danny Torres ætti að vera rekinn vegna hegðunar sinnar. Hann tók þá fram að hann beri virðingu fyrir störfum lögreglunnar og ætli ekki að krjúpa í næsta leik Höfrunganna. Hill var upphaflega stöðvaður fyrir glannalegan akstur og að vera ekki í bílbelti. Hvað leikinn varðar þá skoraði hann snertimark í naumum sigri Dolphins en í frétt The Guardian segir að atvikið hafi haft áhrif á bæði leik- og starfslið félagsins. NFL Lögreglumál Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Sjá meira
Á sunnudag unnu Höfrungarnir endurkomusigur á Jacksonville Jaguars en fyrr sama dag var Hill handtekinn þegar hann var rétt ókominn á völlinn í aðdraganda leiksins. Myndband náðist af atvikinu sem og myndbandsupptaka lögreglunnar hefur verið gerð opinberuð. Þar sést að lögreglumennirnir sem stöðvuðu Hill beittu óþarfa valdi eftir að Hill hafði gerst sekur um umferðalagabrot. Hill viðurkennir að það hafi verið mistök að skrúfa gluggann upp eftir að hafa rétt lögreglunni ökuskírteini sitt en lögreglumaðurinn hafi sérstaklega beðið hann um að skilja rúðuna eftir opna. „Ég hefði getað meðhöndlað þetta betur. Hefði til að mynda getað skilið eftir rifu á glugganum. En málið með mig er að ég vil ekki athygli, ég vildi ekki sjá síma og myndavélar á lofti á þessum tímapunkti,“ sagði Hill um atvikið. „Í enda dags er ég manneskja og verð að fylgja reglum, ég verð að gera það sama og allir aðrir hefðu gert.“ Myndband af handtökunni sýnir að lögreglan beitti óþarfa afli við að henda Hill í jörðina og handjárna ásamt því að honum var haldið niðri af lögreglumanni sem setti hné sitt í bakið á leikmanninum. Ekki nóg með það heldur var Calais Campbell, samherji Hill, einnig handjárnaður eftir að hafa stöðvað og spurt hvað væri í gangi þegar hann sá liðsfélaga sinn liggjandi handjárnaðan í jörðinni. „Gefur hegðun mín þeim leyfi til að berja hundinn út úr mér? Alls ekki. Ég vildi þó óska þess að ég gæti og hefði gert hlutina öðruvísi,“ sagði Hill einnig. Í lok viðtalsins bætti hann svo við að það væri deginum ljósara að lögreglumaðurinn Danny Torres ætti að vera rekinn vegna hegðunar sinnar. Hann tók þá fram að hann beri virðingu fyrir störfum lögreglunnar og ætli ekki að krjúpa í næsta leik Höfrunganna. Hill var upphaflega stöðvaður fyrir glannalegan akstur og að vera ekki í bílbelti. Hvað leikinn varðar þá skoraði hann snertimark í naumum sigri Dolphins en í frétt The Guardian segir að atvikið hafi haft áhrif á bæði leik- og starfslið félagsins.
NFL Lögreglumál Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Sjá meira