Grænfáninn 30 ára Sigurlaug Arnardóttir, Guðrún Schmidt, Ósk Kristinsdóttir og Borghildur Gunnardóttir skrifa 16. september 2024 11:32 Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hjálpartæki til innleiðingar á menntun til sjálfbærni Á degi íslenskrar náttúru fögnum við því að hið alþjóðlega Grænfánaverkefni hefur verið leiðandi í eflingu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni í þrjá áratugi. Verkefnið var smátt í smíðum í upphafi en hefur þroskast í alþjóðlega hreyfingu í 100 löndum, 50.000 skólum og milljónir nemenda taka þátt um allan heim. Á Íslandi eru starfræktir Grænfánaskólar á öllum skólastigum um land allt og við sem störfum við verkefnið sjáum fjölbreytt og metnaðarfullt starf í skólum. Þar eru umhverfis- og sjálfbærnimálin tekin föstum tökum, hugmyndaauðgi kennara og nemenda er mikil og nálgun á efninu er ólík. Grænfáninn aðlagast ólíkum skólum Grænfáninn er öflugt tæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni samkvæmt tilmælum heimsmarkmiðanna og aðalnámskrár. Áhersla er lögð á að mæta skólum á þeirra forsendum og auðvelt er að aðlaga það eftir aðstæðum hvers og eins. Í dag eru flestir skólar með einhverja kennslu um umhverfis-, loftslags- og sjálfbærnimál auk þess sem flestir fjalla um hluti eins og flokkun, minnkun á sóun, neyslu og samgöngur. Þessi málefni eru grunnstef í Grænfánanum og með þátttöku er byggt ofan á þetta starf, það eflt og víkkað út og nemendur virkjaðir. Rými fyrir fjölbreytta nálgun Grænfánastarfið er allskonar og hver skóli mótar sínar eigin áherslur og útfærslur. Þátttökuskólar fylgja skrefunum sjö þar sem tækifæri gefst að lyfta upp sérkennum, styrkleikum og möguleikum hvers skóla. Styrkleiki einhverra skóla liggur í að nýta nærumhverfið inn í grænfánastarfið. Hjá sumum skólum er það náttúran í kring og hjá öðrum jafnvel samstarf við stofnanir og fyrirtæki í nágrenni. Sumir skólar leggja áherslu á öflugt nemendalýðræði og aðrir hafa skapandi starf í forgrunni. Einhverjir eru með grænfánadag, aðrir með þemaviku o.s.frv. Allar þessar áherslur og styrkleikar efla grænfánastarfið en enginn skóli þarf að vera sterkur í öllu. Alveg eftir mottói Grænfánans „Allir geta gert eitthvað en enginn getur gert allt“ (Jane Goodall). Það ríkir ákveðin umhverfismenning í skólum sem hafa lengi verið í Grænfánanum. Þá er starfið orðið sjálfsagður hlutur af daglegu skólastarfi sem styrkir meðvitund um málefnið og áhuga. Til eru Grænfánaskólar þar sem starfið er svo öflugt að flestir í skólanum koma að verkefninu á einhvern hátt, það er svokölluð heildarskólanálgun. Sumir hafa jafnvel sett stefnu um menntun til sjálfbærni og grænfánaverkefnið inn í námskrá skólans. Heildarskólanálgun er alveg til fyrirmyndar en ekki allir hafa tækifæri á að ná því. Þeir skólar hafa oft á tíðum aðra styrkleika eins og öfluga umhverfisnefnd nemenda og starfsfólks eða gamalgróin umhverfisverkefni sem fá að þróast áfram í grænfánastarfi. Gott aðgengi að fræðslu og upplýsingum Grænfánaskólar nálgast verkefnið með gleði og áhuga að leiðarljósi sem smitar svo út frá sér yfir á starfsfólk og nemendur. Grænfánastarfið ljáir umhverfis- og sjálfbærnimenntun vængi og eflir starfið, kennsluna, kennara og nemendur. Verkefnið á ekki að vera íþyngjandi eða flókið heldur hjálpartæki til þess að innleiða menntun til sjálfbærni á markvissan hátt í takt við annað skólastarf. Við hjá menntateyminu stöndum þétt að baki skólunum með ráðgjöf, fræðslu og námsefnisgerð. Á nýrri heimasíðu Grænfánans eru allar upplýsingar settar fram á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt auk þess sem mikið af námsefni, fróðleik og verkefnum er að finna þar. Heimsóknir í skólana gefa okkur góða innsýn í grænfánastarfið. Mat á starfi skólanna fer fram í virku samtali við nemendur og kennara og skriffinsku haldið í lágmarki. Það sem skiptir máli er valdeflandi starf skólanna sem styrkir nemendur. Grænfáninn er viðurkenning og gæðastimpill fyrir þetta starf sem allir geta verið stoltir af og er viðurkennt á alþjóðlega vísu. Við þökkum fyrir frábært starf Grænfánaskólanna og hvetjum þá áfram til dáða auk þess sem við hlökkum til að fá fleiri skóla inn á grænu vegferðina með menntun til sjálfbærni að vopni. Sigurlaug er verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar og Guðrún, Ósk og Borghildur eru sérfræðingar í menntateymi Landverndar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun