Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 13:16 Huw Edwards fyrir utan dómshús í morgun, þar sem hann var dæmdur í skilborðsbundið fangelsi vegna vörslu barnaníðsefnis. EPA/TOLGA AKMEN Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 63 ára, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslu barnakláms. Edwards, sem starfaði hjá breska ríkisútvarpinu (BBC), játaði brot sín eftir að hann fékk senda 41 mynd og myndband frá dæmdum barnaníðing. Edwards greiddi manninum allt að fimmtán hundruð pund fyrir myndirnar frá desember 2020 til ágúst 2021. Sjö af ljósmyndunum eru flokkaðar sem sérstaklega alvarlegar. Flest börnin á myndunum voru þrettán til fimmtán ára gömul en eitt þeirra var talið sjö til níu ára. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í morgun að þó brot Edwards hefði verið alvarlegt benti ekkert til þess að hann ógnaði börnum á nokkurn hátt. Þá gerði hann sjónvarpsmanninum að sækja meðferð og verða skráður á lista kynferðisbrotamanna, samkvæmt frétt Sky News. Edwards starfaði hjá BBC í fjóra áratugi en við réttarhöldin kom fram að hann hefði lengi glímt við kynhneigð sína og að talið væri að hætt væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Guardian. Sjá einnig: Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð Edwards talaði við Alex Williams, áðurnefndan barnaníðing, gegnum Whatsapp. Í febrúar 2010 sendi Williams myndband til Edwards sem sýndi barn sem var töluvert yngra en önnur í myndefninu sem gekk þeirra á milli. Edwards svaraði ekki og viku síðar sendi Williams honum meira myndefni af börnum og spurði svo í kjölfarið hvort þetta væri „of ungt“ fyrir hann. Edwards svaraði og bað Williams ekki um að senda sér myndefni af börnum undir lögaldri. Skömmu síðar spurði Williams hvort hann vildi „dónalegt“ myndefni af einhverjum ungum, sagði Edwards: „Já XXX“. Lögmaður Edwards sagði eftir dómsuppkvaðninguna að það að hann hefði beðið Williams um að senda sér ekki myndefni af of ungum börnum hefði skipt miklu máli varðandi það að skjólstæðingur hans myndi ekki sitja inni. Edwards er skilinn en hann á fimm uppkomin börn og kom lögmaður hans á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hann hefði skaðað. Hann áttaði sigi á því að hann hefði svikið traust margra og sært fjölskyldu sína og aðra. Bretland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Edwards greiddi manninum allt að fimmtán hundruð pund fyrir myndirnar frá desember 2020 til ágúst 2021. Sjö af ljósmyndunum eru flokkaðar sem sérstaklega alvarlegar. Flest börnin á myndunum voru þrettán til fimmtán ára gömul en eitt þeirra var talið sjö til níu ára. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í morgun að þó brot Edwards hefði verið alvarlegt benti ekkert til þess að hann ógnaði börnum á nokkurn hátt. Þá gerði hann sjónvarpsmanninum að sækja meðferð og verða skráður á lista kynferðisbrotamanna, samkvæmt frétt Sky News. Edwards starfaði hjá BBC í fjóra áratugi en við réttarhöldin kom fram að hann hefði lengi glímt við kynhneigð sína og að talið væri að hætt væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Guardian. Sjá einnig: Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð Edwards talaði við Alex Williams, áðurnefndan barnaníðing, gegnum Whatsapp. Í febrúar 2010 sendi Williams myndband til Edwards sem sýndi barn sem var töluvert yngra en önnur í myndefninu sem gekk þeirra á milli. Edwards svaraði ekki og viku síðar sendi Williams honum meira myndefni af börnum og spurði svo í kjölfarið hvort þetta væri „of ungt“ fyrir hann. Edwards svaraði og bað Williams ekki um að senda sér myndefni af börnum undir lögaldri. Skömmu síðar spurði Williams hvort hann vildi „dónalegt“ myndefni af einhverjum ungum, sagði Edwards: „Já XXX“. Lögmaður Edwards sagði eftir dómsuppkvaðninguna að það að hann hefði beðið Williams um að senda sér ekki myndefni af of ungum börnum hefði skipt miklu máli varðandi það að skjólstæðingur hans myndi ekki sitja inni. Edwards er skilinn en hann á fimm uppkomin börn og kom lögmaður hans á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hann hefði skaðað. Hann áttaði sigi á því að hann hefði svikið traust margra og sært fjölskyldu sína og aðra.
Bretland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04