Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 17:13 Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Vísir/Arnar Landspítalinn telur aðgerðir lögreglu á spítalanum varpa ljósi á mikilvægi þess að skýra hvaða heimildir stjórnvöld hafi til að fara inn á sjúkrastofnanir og sækja þangað veika einstaklinga til brottflutnings úr landi. Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. „Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölskyldu sem stóð til að vísa af landi brott telur Landspítali mikilvægt að árétta nokkur atriði sem snúa að stofnuninni. Landspítali er sjúkrahús, stofnun sem tekur við veikum einstaklingum til líknar og lækninga,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að spítalinn taki hlutverk sitt alvarlega enda sé þjónusta hans mikilvægt hagsmunamál fyrir allan almenning. „Starfsfólk Landspítala veitir öllum þjónustu sem þangað leita, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki og leggur sig fram um að mismuna sjúklingum aldrei.“ Líkt og áður segir telur spítalinn aðgerðirnar sem beindust að Yazan benda á að skýra þurfi heimildir stjórnvalda betur þegar komi að því að sækja einstaklinga sem eigi að brottvísa. „Afstaða spítalans er að þær heimildir séu ekki hafnar yfir allan vafa en slíkt verður að teljast nauðsynlegt í svo afdrifaríkum aðgerðum.“ Einnig er bent á í tilkynningu spítalans að hugað sé að því að lögregluaðgerðir inni á sjúkrastofnunum hafi „afar truflandi“ áhrif á viðkvæma starfsemi. Mál Yazans Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. „Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölskyldu sem stóð til að vísa af landi brott telur Landspítali mikilvægt að árétta nokkur atriði sem snúa að stofnuninni. Landspítali er sjúkrahús, stofnun sem tekur við veikum einstaklingum til líknar og lækninga,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að spítalinn taki hlutverk sitt alvarlega enda sé þjónusta hans mikilvægt hagsmunamál fyrir allan almenning. „Starfsfólk Landspítala veitir öllum þjónustu sem þangað leita, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki og leggur sig fram um að mismuna sjúklingum aldrei.“ Líkt og áður segir telur spítalinn aðgerðirnar sem beindust að Yazan benda á að skýra þurfi heimildir stjórnvalda betur þegar komi að því að sækja einstaklinga sem eigi að brottvísa. „Afstaða spítalans er að þær heimildir séu ekki hafnar yfir allan vafa en slíkt verður að teljast nauðsynlegt í svo afdrifaríkum aðgerðum.“ Einnig er bent á í tilkynningu spítalans að hugað sé að því að lögregluaðgerðir inni á sjúkrastofnunum hafi „afar truflandi“ áhrif á viðkvæma starfsemi.
Mál Yazans Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira