Körfubolti

Martin gerður að fyrir­liða Alba Berlin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Hermannsson er í miklum metum hjá Alba Berlin.
Martin Hermannsson er í miklum metum hjá Alba Berlin. getty/Boris Streubel

Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson hefur verið gerður að fyrirliða Alba Berlin.

Félagið greindi frá því í gær að Martin, Jonas Mattisseck og Matt Thomas yrðu fyrirliðar þess á komandi tímabili.

Martin gekk aftur í raðir Alba Berlin í janúar eftir fjögurra ára dvöl hjá Valencia á Spáni. Hann lék áður með Alba Berlin á árunum 2018-20. Seinna tímabilið sitt hjá Alba Berlin vann Martin tvöfalt með liðinu.

Á síðasta tímabili var Martin með 9,3 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í þýsku úrvalsdeildinni og 7,2 stig og 4,2 í EuroLeague.

Alba Berlin sækir Hamburg heim í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×