Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 09:45 Myndbönd af stærðarinnar sprengingum í vopnageymslunni hafa verið í dreifingum á samfélagsmiðlum í Rússlandi í nótt og í morgun. Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. Vopnageymslan var nærri bænum Toropets í Rússlandi og hafa byggðir nærri henni verið rýmdar, að sögn ríkisstjóra héraðsins. Hann heldur því fram að allir drónar hafi verið skotnir niður og að brak frá þeim hafi kveikt elda sem ollu sprengingunum. Engar fregnir hafa borist af mannfalli, enn sem komið er. Ammunition in a major Russian storage facility in the Tver region northwest of Moscow, explodes inside Russia instead of killing Ukrainians, as a result of an overnight Ukrainian drone strike. Footage from local channels. pic.twitter.com/F5DYp3Uds4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 18, 2024 Í frétt Reuters segir að ríkismiðlar Rússlands hafi greint frá því árið 2018 að umrædd vopnageymsla hafi verið stækkuð og hún útbúin fyrir eldflaugar, sprengiflaugar og sprengiefni og átti vopnageymslan að þola alls konar árásir. Upprunalega sprengingin og seinni sprengingar voru svo stórar að íbúar á svæðinu spurðu á samfélagsmiðlum hvort að kjarnorkuvopni hafi mögulega verið beitt. Additional footage of the massive secondary explosion at Russia's 107th GRAU Arsenal in Toropets after a successful Ukrainian drone attack earlier tonight. The large Russsian missile and ammunition storage facility suffered multiple explosions. pic.twitter.com/HlnaD0dqM3— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 18, 2024 Úkraínska fréttaveitan RBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að leyniþjónusta úkraínska hersins hafi komið að árásinni. Þá segir miðillinn að Úkraínumenn hafi notast við rúmlega hundrað sjálfsprengidróna við árásina á vopnageymsluna, sem er í um 500 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands gaf út í morgun að 54 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir fimm héruðum Rússlands í nótt. Bryansk, Kúrsk, Oryol, Smolensk og Belgorod, samkvæmt frétt BBC. Tver-hérað er ekki nefnt í þessari yfirlýsingu. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt íbúum að birta ekki myndefni af vopnageymslunni. The governor of the Tver region issued an official statement following the arsenal strike in Toropets. Amid the sound of exploding shells, he reassured the public that "work is proceeding according to plan," though he conspicuously avoided directly mentioning the target of the… pic.twitter.com/7kTJpt3zsR— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) September 18, 2024 Hér að neðan má sjá kort af Toropets en við hlið bæjarins má sjá vopnageymsluna sem um ræðir. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. 18. september 2024 07:49 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. 13. september 2024 06:55 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vopnageymslan var nærri bænum Toropets í Rússlandi og hafa byggðir nærri henni verið rýmdar, að sögn ríkisstjóra héraðsins. Hann heldur því fram að allir drónar hafi verið skotnir niður og að brak frá þeim hafi kveikt elda sem ollu sprengingunum. Engar fregnir hafa borist af mannfalli, enn sem komið er. Ammunition in a major Russian storage facility in the Tver region northwest of Moscow, explodes inside Russia instead of killing Ukrainians, as a result of an overnight Ukrainian drone strike. Footage from local channels. pic.twitter.com/F5DYp3Uds4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 18, 2024 Í frétt Reuters segir að ríkismiðlar Rússlands hafi greint frá því árið 2018 að umrædd vopnageymsla hafi verið stækkuð og hún útbúin fyrir eldflaugar, sprengiflaugar og sprengiefni og átti vopnageymslan að þola alls konar árásir. Upprunalega sprengingin og seinni sprengingar voru svo stórar að íbúar á svæðinu spurðu á samfélagsmiðlum hvort að kjarnorkuvopni hafi mögulega verið beitt. Additional footage of the massive secondary explosion at Russia's 107th GRAU Arsenal in Toropets after a successful Ukrainian drone attack earlier tonight. The large Russsian missile and ammunition storage facility suffered multiple explosions. pic.twitter.com/HlnaD0dqM3— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 18, 2024 Úkraínska fréttaveitan RBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að leyniþjónusta úkraínska hersins hafi komið að árásinni. Þá segir miðillinn að Úkraínumenn hafi notast við rúmlega hundrað sjálfsprengidróna við árásina á vopnageymsluna, sem er í um 500 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands gaf út í morgun að 54 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir fimm héruðum Rússlands í nótt. Bryansk, Kúrsk, Oryol, Smolensk og Belgorod, samkvæmt frétt BBC. Tver-hérað er ekki nefnt í þessari yfirlýsingu. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt íbúum að birta ekki myndefni af vopnageymslunni. The governor of the Tver region issued an official statement following the arsenal strike in Toropets. Amid the sound of exploding shells, he reassured the public that "work is proceeding according to plan," though he conspicuously avoided directly mentioning the target of the… pic.twitter.com/7kTJpt3zsR— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) September 18, 2024 Hér að neðan má sjá kort af Toropets en við hlið bæjarins má sjá vopnageymsluna sem um ræðir.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. 18. september 2024 07:49 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. 13. september 2024 06:55 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. 18. september 2024 07:49
Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. 13. september 2024 06:55