Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2024 11:24 Ragna Árnadóttir virðir fyrir sér nýtt lógó Alþingis í samanburði við það gamla. Talið er tímabært að uppfæra merkið og er ekki að merkja betur en almenn ánægja sé með hvernig til hefur tekist. Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. Landsmenn voru búnir að fá nasaþefinn af nýju lógói og búnir að setja sig í stellingar en það var komið upp á Alþingisvefnum fyrr í vikunni. Í dag var svo birt tilkynning þar sem verkefnið var kynnt ítarlega. Áður hafði Vísir spurt Rögnu Árnadóttur fáeinna spurninga um lógóið en hún sagði hefð fyrir því að verkefnið yrði kynnt innanhúss fyrst. „Verksamningur við Strik Studio um endurmörkun og gerð hönnunarstaðals fyrir Alþingi var gerður 27. júní 2024. Þar kemur fram að áætlað sé að verkið taki samtals 220 klukkustundir og kosti 5.390.000 plús vask,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis mæðist í mörgu og nú er að kynna nýtt lógó Alþingis sem virðst falla vel í kramið á betri bæjum.vísir/vilhelm Í gerð hönnunarstaðals felst að settar verða upp leiðbeiningar um ásýnd Alþingis og alls efnis sem það lætur frá sér fara, reglur um liti, letur og grafík. Samningur við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um umsjón með lokuðu valferli vegna endurmörkunar og gerðar hönnunarstaðals fyrir Alþingi var gerður 5. mars 2024, upp á 450.000 krónur plús vaskur fyrir þjónustu: ráðgjöf, verkefnastjórn og þóknun valnefndarfulltrúa sem Miðstöðin tilnefndi. Vandfundnir höggstaðir á verkefninu Ragna segir mikla áherslu hafa verið lagða á að fá faglega ráðgjöf við undirbúning verksins. „Og þar sem þú spyrð um fleiri verkefni á döfinni má geta þess að nú er unnið að nýjum vef Alþingis. Vefir þurfa jú að vera í stöðugri endurskoðun og slík endurskoðun er einmitt í gangi núna. Gert er ráð fyrir að nýr vefur líti dagsins ljós á árinu 2025 en meira um það síðar,“ segir Ragna. Eins og áður sagði voru netverjar komnir í stellingar. „Hryðjuverk,“ sagði einn og annar taldi að þarna væri verið að hraksmá lífsverk Þrastar Magnússonar, grafísks hönnuðar sem meðal annar hannaði lógó Alþingisvefsins á sínum tíma. En það er erfitt að finna höggstað á þessu verkefni, sannast sagna. Að höfðu samráði við Þröst kemur á daginn að teikning hans af Alþingishúsinu var aldrei hugsað sem lógó. Atli Hilmarsson hönnuður er meðal þeirra sem Vísir leitaði álits hjá, en hann var meðal hinna fjögurra sem tók þátt í hinu lokaða útboði. „Teikning Þrastar er svo fín, vel gerð en gengur ekki upp á litlum skjám,“ sagði Atli sem gefur verkefninu öllu toppeinkunn. Horfið er frá fótaletri yfir í steinskrift sem Atli segir það eina rétta þegar merki af þessu tagi eru annars vegar. Draumaverkefni Viktor er einn þeirra sem kom að hönnuninni og hann býður spenntur viðbragða, þau sem eru komin eru jákvæð. Hann segir þau hafa byrjað að vinna að þessu fyrir um fimm mánuðum. Strik Studio hreppti hnossið en að sögn Viktors var um draumaverkefni að ræða. Auður Albertsdóttir niðri til vinstri, Snorri Eldjárn uppi til vinstri, Jakob Hermannsson niðri til hægri, Viktor Weisshappel uppi til hægri.aðsend „Draumaverkefni, algjörlega, verður ekki mikið stærra.“ En nú eru Íslendingar nöldrarar upp til hópa, hver eru viðbrögðin eiginlega? Viktor segir þau hafa verið jákvæð innan Alþingis. „Ég held að fólk þurfi að sjá útskýringar og annað fyrir merkinu. Gamla merkið virkaði ekki vel á þessum nýju miðlum og í skölun. Nú er þetta orðið meira merki.“ Viktor segir alla kippa sér upp við breytingar en svo venjist hlutirnir. „Við pössuðum okkur á að fara vandlega að þessu.“ Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landsmenn voru búnir að fá nasaþefinn af nýju lógói og búnir að setja sig í stellingar en það var komið upp á Alþingisvefnum fyrr í vikunni. Í dag var svo birt tilkynning þar sem verkefnið var kynnt ítarlega. Áður hafði Vísir spurt Rögnu Árnadóttur fáeinna spurninga um lógóið en hún sagði hefð fyrir því að verkefnið yrði kynnt innanhúss fyrst. „Verksamningur við Strik Studio um endurmörkun og gerð hönnunarstaðals fyrir Alþingi var gerður 27. júní 2024. Þar kemur fram að áætlað sé að verkið taki samtals 220 klukkustundir og kosti 5.390.000 plús vask,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis mæðist í mörgu og nú er að kynna nýtt lógó Alþingis sem virðst falla vel í kramið á betri bæjum.vísir/vilhelm Í gerð hönnunarstaðals felst að settar verða upp leiðbeiningar um ásýnd Alþingis og alls efnis sem það lætur frá sér fara, reglur um liti, letur og grafík. Samningur við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um umsjón með lokuðu valferli vegna endurmörkunar og gerðar hönnunarstaðals fyrir Alþingi var gerður 5. mars 2024, upp á 450.000 krónur plús vaskur fyrir þjónustu: ráðgjöf, verkefnastjórn og þóknun valnefndarfulltrúa sem Miðstöðin tilnefndi. Vandfundnir höggstaðir á verkefninu Ragna segir mikla áherslu hafa verið lagða á að fá faglega ráðgjöf við undirbúning verksins. „Og þar sem þú spyrð um fleiri verkefni á döfinni má geta þess að nú er unnið að nýjum vef Alþingis. Vefir þurfa jú að vera í stöðugri endurskoðun og slík endurskoðun er einmitt í gangi núna. Gert er ráð fyrir að nýr vefur líti dagsins ljós á árinu 2025 en meira um það síðar,“ segir Ragna. Eins og áður sagði voru netverjar komnir í stellingar. „Hryðjuverk,“ sagði einn og annar taldi að þarna væri verið að hraksmá lífsverk Þrastar Magnússonar, grafísks hönnuðar sem meðal annar hannaði lógó Alþingisvefsins á sínum tíma. En það er erfitt að finna höggstað á þessu verkefni, sannast sagna. Að höfðu samráði við Þröst kemur á daginn að teikning hans af Alþingishúsinu var aldrei hugsað sem lógó. Atli Hilmarsson hönnuður er meðal þeirra sem Vísir leitaði álits hjá, en hann var meðal hinna fjögurra sem tók þátt í hinu lokaða útboði. „Teikning Þrastar er svo fín, vel gerð en gengur ekki upp á litlum skjám,“ sagði Atli sem gefur verkefninu öllu toppeinkunn. Horfið er frá fótaletri yfir í steinskrift sem Atli segir það eina rétta þegar merki af þessu tagi eru annars vegar. Draumaverkefni Viktor er einn þeirra sem kom að hönnuninni og hann býður spenntur viðbragða, þau sem eru komin eru jákvæð. Hann segir þau hafa byrjað að vinna að þessu fyrir um fimm mánuðum. Strik Studio hreppti hnossið en að sögn Viktors var um draumaverkefni að ræða. Auður Albertsdóttir niðri til vinstri, Snorri Eldjárn uppi til vinstri, Jakob Hermannsson niðri til hægri, Viktor Weisshappel uppi til hægri.aðsend „Draumaverkefni, algjörlega, verður ekki mikið stærra.“ En nú eru Íslendingar nöldrarar upp til hópa, hver eru viðbrögðin eiginlega? Viktor segir þau hafa verið jákvæð innan Alþingis. „Ég held að fólk þurfi að sjá útskýringar og annað fyrir merkinu. Gamla merkið virkaði ekki vel á þessum nýju miðlum og í skölun. Nú er þetta orðið meira merki.“ Viktor segir alla kippa sér upp við breytingar en svo venjist hlutirnir. „Við pössuðum okkur á að fara vandlega að þessu.“
Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira