Dansaðu vindur Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 19. september 2024 17:01 Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar. Samkvæmt raforkuspá Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti hér á landi næstu árin. Staðan batnar með tilkomu nýrra virkjana sem búið er að ákveða að virkja samkvæmt rammaáætlun. Þeir virkjanakostir munu þó duga ekki til að mæta eftirspurn eftir raforku sem fer stigvaxandi með hverju árinu sem líður. Ekki hefur náðst tilhlýðilegur árangur í orkuöflun, þrátt fyrir það að staðan eins og hún birtist okkur hafi lengi blasað við. Auðvitað þarf að afla meiri orku, ýta undir að smærri virkjanakostir séu nýttir, að tryggja að vindurinn sé beislaður og svo einnig leita leiða til að nýta betur þá orku sem við höfum til skiptanna í dag. Olíubruni í bakgarðinum Að nýju verða skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja veruleiki okkar í vetur. Olíubruni í stað grænnar orku verður festur enn frekar í sessi. Með töluverðum afleiðingum fyrir umhverfið og efnahag þjóðarinnar. Í nafni umhverfis- og náttúruverndar hafa einstaklingar og hópar komið í veg fyrir frekari orkuöflun og virðast snúa blinda auganu að afleiðingar aðgerða þeirra kynda undir olíubruna í eigin bakgarði. Virkjum vindinn Skiptar skoðanir eru um nýtingu á vindinum til orkuöflunar. Sjálfri þykir mér augljóst að við verðum að virkja vindinn. Það má vel gera hóflega og skynsamlega um landið allt. Vindurinn nýtist vel á móti vatnsaflsvirkjunum til sveiflujöfnunar og á meðan vindur blæs á veturna er hægt að safna í lónin og bæta þannig vatnsbúskapinn. Orkumálin má flokka í marga undirflokka. Orkumálin eru efnahagsmál því á meðan við höfum ekki fulla getu til að fullnægja þörfum kerfisins með grænni orku eyðum við tugum milljarða af gjaldeyri þjóðarinnar í kaup á jarðefnaeldsneyti. Orkumálin eru líka umhverfismál því við vitum hver áhrif notkunar á jarðefnaeldsneyti er á náttúruna. Orkumálin eru byggðamál, því án tryggrar raforku munum við ekki ná að treysta byggð um allt land. Orkumálin eru og verða ennþá, lykilmál fyrir þjóðina. Fólk og fyrirtækin í landinu eiga að geta treyst því að stjórnvöld vinni í þágu heildarinnar. Það er stórt hagsmunamál okkar allra, grundvöllur að áframhaldandi lífsgæðasókn okkar, að orkuframleiðsla sé í vexti og mæti stórhuga framtíðarsýn fyrir Ísland. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar. Samkvæmt raforkuspá Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti hér á landi næstu árin. Staðan batnar með tilkomu nýrra virkjana sem búið er að ákveða að virkja samkvæmt rammaáætlun. Þeir virkjanakostir munu þó duga ekki til að mæta eftirspurn eftir raforku sem fer stigvaxandi með hverju árinu sem líður. Ekki hefur náðst tilhlýðilegur árangur í orkuöflun, þrátt fyrir það að staðan eins og hún birtist okkur hafi lengi blasað við. Auðvitað þarf að afla meiri orku, ýta undir að smærri virkjanakostir séu nýttir, að tryggja að vindurinn sé beislaður og svo einnig leita leiða til að nýta betur þá orku sem við höfum til skiptanna í dag. Olíubruni í bakgarðinum Að nýju verða skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja veruleiki okkar í vetur. Olíubruni í stað grænnar orku verður festur enn frekar í sessi. Með töluverðum afleiðingum fyrir umhverfið og efnahag þjóðarinnar. Í nafni umhverfis- og náttúruverndar hafa einstaklingar og hópar komið í veg fyrir frekari orkuöflun og virðast snúa blinda auganu að afleiðingar aðgerða þeirra kynda undir olíubruna í eigin bakgarði. Virkjum vindinn Skiptar skoðanir eru um nýtingu á vindinum til orkuöflunar. Sjálfri þykir mér augljóst að við verðum að virkja vindinn. Það má vel gera hóflega og skynsamlega um landið allt. Vindurinn nýtist vel á móti vatnsaflsvirkjunum til sveiflujöfnunar og á meðan vindur blæs á veturna er hægt að safna í lónin og bæta þannig vatnsbúskapinn. Orkumálin má flokka í marga undirflokka. Orkumálin eru efnahagsmál því á meðan við höfum ekki fulla getu til að fullnægja þörfum kerfisins með grænni orku eyðum við tugum milljarða af gjaldeyri þjóðarinnar í kaup á jarðefnaeldsneyti. Orkumálin eru líka umhverfismál því við vitum hver áhrif notkunar á jarðefnaeldsneyti er á náttúruna. Orkumálin eru byggðamál, því án tryggrar raforku munum við ekki ná að treysta byggð um allt land. Orkumálin eru og verða ennþá, lykilmál fyrir þjóðina. Fólk og fyrirtækin í landinu eiga að geta treyst því að stjórnvöld vinni í þágu heildarinnar. Það er stórt hagsmunamál okkar allra, grundvöllur að áframhaldandi lífsgæðasókn okkar, að orkuframleiðsla sé í vexti og mæti stórhuga framtíðarsýn fyrir Ísland. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun